Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 15
13
ekki foendir til þess að vér séum of stórhuga. Ekki get eg haft
þá trú að betur rnundu ganga starfsmálin, þó vér létum starf falla
niður, til þess að gera auðveldara fyrir. Þau bjargráð rnundu ekki
reynast haldgóð. Ekki heldur finst mér heilbrigt að láta hugann
helst dvelja við það, sem miðar í þá átt að draga úr hugsjóna-
starfi. í’að eina ráð, sem eg þekki til að slíkt starf gangi betur,
er að auka áhuga fyrir þeim hugsjónum, sem starfið á að hefja.
Einnig i okkar fámenna kirkjufélagi, sem þó stöðugt er að vaxa
‘eftir öllum þeim upplýsingum og skýrslum, sem fyrir hendi eru,
eru það þau einu bjargráð, sem eg hefi verulega trú á.
—K. K. Ó.
Hættur.
Til eru þeir, sem reyna að telja sér og öðrum trú um að engar
verulegar hættur séu mönnum búnar siðferðislega og andlega í
lífinu. Sumir reyna að telja sér trú um að í raun réttri sé enginn
mismunur á réttu og röngu, og þá eðlilega gildir einu í hverri
ICeflavíkinni maður rær. Aðrir reyna að hefja það að breytni
mannsins sé honum í raun réttri ósjálfráð. Hún sé ákvörðuS af
atvikum og tildrögum, sem maðurinn' ekki hafi vald1 yfir. Þannig
verður ekkert úr einstaklings ábyrgðinni og um leið engin til-
finning fyrir því að maðurinn þurfi neitt verulega að gæta sín
fyrir hættum á lífsleiðinni. Enn aðrir eru svo bjartsýnir aS þeir
ætla að stöðugt framfaralögmál ráði í lífi mannanna, sem menn-
irnir hvorki ráði við eða geti dregið úr. Því sé öllu óhætt. Nóg
að láta berast fyrir straumi. Og ekki er því svo farið að þessu
sé aðeins slegið fram af fáfróðu og hugsunarlitlu fólki, heldur
miklu oftar undir yfirskyni lærdóms og þekkingar. Það, sem
bætir svo bvr fyrir slíkum kenningum, er að þær eru þægilegar
fyrir hold og blóð, létta af mönnum byrði vandlætisins og sættir
menn við aS láta berast fyrir straumi eins og ætíð er auðveldast.
Elcki er hér verið að amast við að því sé gefinn gaumur hinu
marga, sem áhrif hefir á líf mannsins og breytni. Sálarfræðin
og mannfélagsfræðin eiga fullan rétt á sér í því að leiða í ljós öll
þau drög, sem eiga þátt í því að rnóta líf manna og sýna hvernig
ábyrgSin á hverri einstakri athöfn verður að skiftast í fleiri horn
en oft hefir verið gefinn gaumur. Ætti það réttilega að auka
ábyrgðartilfinningu í lífinu en ekki draga úr henni. Ætti það
miklu fremur að opna augu fyrir hinum fjölbreyttu hættum lífs-
ins en að blinda menn fyrir þeim.
Enda er lífið sjálft sá skóli, er ætti að varðveita rnenn frá