Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 27
25 þroskaði með verki sál og líkama og vann fyrir lífi sínu síðar á æfinni til þess að honum væri unt aÖ boÖa fagnaðarboðskapinn. Jesús Kristur sjálfur stóð viö hefilbekkinn á heimili sínu í Nazaret og vann að trésmíði ár eftir ár. Fjölda margir miklir menn sýna oss aÖ “manndómstign er unt að ná” á vegum líkamlegrar vinnu. Líkamleg vinna tilheyrir sérstaklega ungdómsskeiði lífsins Allir menn, rikir og fátækir, ættu að nj'óta hennar. Sælir eru drengirnir úti á landinu, sem eiga kost á að kynnast dýrurn og blómum og fuglurn og rnega til að læra að vinna. Sælir eru dreng- ir fátæka mannsins, sem neyðin frelsar frá því, aö vera letingjar. Aumkvunarverð eru börn þess fólks, sem á yfirfljótanlegt bæði af auði og flónsku, svo að það eys peningum í börnin sín og kennir þeim ekkert ærlegt verk. Brjóstumkennanleg eru börnin, sem ana áfram í eintómum straumi skemtana. Þau hafa aldrei tíma til að hugsa, og þroskaskilyrði þeirra eru háskalega tak- mörkuð. Skyldi vera nokkur fyrirgefning til fyrir foreldra, sem ekki láta stjórnast af öðru en hégómaskap og heimsku í barnaupp- eldi sínu. Hprmung er það, að nokkur sú móðir skuli vera til í heimin- um, sem ekki kennir dóttur sinni þau verk, sem aít kvenfólk þarf að kunna. Hugsið yður svo, að þessháttar meyjar giftist. En það ástand á heimilinu! Aumingja mennirnir! Ekki er það heldur nauðsynlegt að konan þrælbindi sig ein- göngu við það, sem sumir nefna kvenleg störf. Eg hefi séð kon- ur úti á landi fara með hesta og vinna önnur “karlmannsstörf” eins vel og þeir sem bezt kunna þau. Ekki hefi eg orðið þess var að þetta hafi orðið þeim farartálmi á lífsleiðinni. Þessar meyjar og konur hafa vakið óblandna ánægju og aðdáun mína. Eg hefi líka séö konur, sem ekki mistu vitið þó mús kæmi í námunda við þær; gátu jafnvel tekið mús í lófa sinn, en það er nú annað mál. Heilbrigt líf, heilbrigð hugsun um vinnu, heilbrigð aðstaða gagnvart vandamálum nútímans er til góðs fyrir kvenfólkið og þá um leið fyrir alla þjóöina. Þegar eg var ungur sveinn, sagði kennari einn við mig: “Glataðu aldrei ást þinni á vel unnu verki.” Illa hefi eg lifað eftir þessu nytsama boðorði, en það get eg sagt, að aldrei hefi eg glatað unun minni af því að aðgæta það, sem fallega er unnið. Hvar, sem eg hefi farið, á lífsleið minni, hefi eg orðið var við verk illa unnin og vel unnin. Illa unnið verk hefir orsakað hjá mér hrylling, en það sem vel var unnið1 unaö og aðdáun. Takið eftir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.