Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 32
móöur sína á pappír, þá vissi eg að það sem hann haföi sagt var
ekki tómt drengjamont.
Það leið að þvi að sumardvölin væri á enda; Síðasta daginn er
ætið tilhald með ræðuhöldunij ísrjóma og medalíum. Er það til
þóknunar foreldrunum, er koma að sækja drengina. Kvöldið áður
en tilhaldið átti að vera, var Kolur eins ánægður með sig og páfugl—
hann hafði unnið medalíu fyrir sund og móðir hans hin fagra átti að
vera við næsta dag og sjá heiðursmerkið sett á hann. Rauðtoppur
var næstur honum. Vesalingurinn. Kolur bar af honum í sundi, og
móðir Kols var móður hans frernri. Það spáði ekki góðu um frið
i tjaldi númer sjö.
Um ihádegið átti athöfnin að fara fram og skari foreldra streymdi
að í bílum. Kg var önnum kafinn en hafði hug á þvi að sjá móður
Kols. Einhver nefndi “frú Cole"—það var nafnið—og þá kom eg
auga á hana í samtali við dr. Smedley. Hann var allur athygli, og
var það ekki að furða. “Þeir eru að koma úr tjaldi númer sjö,” sagði
hann.
Eg gat skilið hversvegna Kolur tilbað slika konu. Hún var hrein-
asti engill á að líta. Öll fjólublá—augun, hárið og kjóllinn—að
minsta kosti leit það svo út. Ung og grannvaxin og vön að koma vel
fyrir. Dásamleg fegurð !
Eg sá drengina nálgast. Kolur hljóp, léttfættur eins og lítill
hvolpur. Rauðtoppur drógst aftur úr. Eg gat ekki slept augum af
þvi hvernig Kolur hegðaði sér er hann sæi átrúnaðargoð sitt.
En hann gerði ekkert. Alls ekkert. Það var erfitt að skilja
framkomu hans. Hann nálgaðist, gaf henni helzt engan gaum og hélt
svo áleiðis. En alt í einu vatt hann sér inn í þyrpinguna með fagnað-
arlátum miklum og féll um háls á lágri og feitlaginni konu. “Manima,
eg fekk gull-medalíuna,” hrópaði hann; “og þú átt að sitja í fremstu
röðinni.”
Eöt hennar voru litlaus og grá eins og augun. Andlitið var
þreytulegt og ekki mjög ásjálegt. Hárið var eins og útþvegið og
litlaust, en hún var fríð til munnsins, eins og Kolur hafði sagt.
Þegar Rauðkollur sá fögru konuna fjólubláu, sagði hann: ‘^Hello,
mamma!” Eg held hún faafi kyst hann. Annars virtist hún hafa
mesta áhvggju út af Iþví hvernig hálsbindi hans færi honum og hvernig
hvtn tæki sig út sjálf.
Kolur og móðir hans leiddust. 'Þau áttu ekki snefil af fegurð
á milli sín, en í mínum augum voru þau óviðjafnanlega fögur. Það
sannaði það, sem hann hafði sagt um móður sína—það ér útlitið á
andliti hennar. —K. K. Ó.