Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 23
21
hann trúir, treystir honum. í því trausti eru lærisveinar hans
glaðir. Hvað annað en barnslegt og innilegt traust til hans, í lífi
og dauða, veitti hinni fyrstu kristni vopn og verjur?
2. Að trúa á Krist er einnig að bera innilega lotning fyrir
honum, starfi hans og orðum. Sá, sem trúir á Krist, getur alls
ekki tekiS orðin hans og valið úr þeim eftir eigin geðþótta. Sú
aðferð er viðurstygð þeim, sem á Krist trúa. Kaþólskir menn
segja: Roma locuta; causa finita fRóm hefir tailað; málið er út-
kljáðj. Kristnir mótmælendur eru ekki háðir neinum kenning-
um eða játningum, sem koma í bága við orðin hans. En þeir eru
háðir Kristi og orðum hans. Vel mætti þeir gera að kjörorði
sínu: Christus locutus, causa finita ("Kristur hefir talað; málið
er útkljáðj.
3. Sá, sem trúir á Krist gleðst eins og barn yfir þvi, að vera
á valdi hans, og undir vernd hans um tíma og eilífð. Sú gleði
er varanleg. Hún er merki þess að sæluþrá mannsins er ekki
blekking eða tál. Og þá gleði getur kristinn maður ekki mist,
nema hann reyndist ótrúr Kristi.
4. Sá, sem á Krist trúir, gerir vilja sinn háðan vilja guðs.
Jesús á úrskurðarvaldið; trúaður maður beygir vilja sinn undir
vilja hans. Til þess hefir Bólu-Hjálmar fundið, er hann orkti:
“Veit mér, ó guð, að viljinn þinn
viljann minn sigri hér,
svo að minn vilji viljann þinn
vilji sem skyldugt er.
Það sé minn vilji’ og viðleitnin
að verða svo hlýðinn þér,
að tyftun þína sérhvert sinn
sé ljúft að þiggja mér.”
5. Sá, sem á Krist trúir, elskar Krist. “Kærleikur Krists
þvingar oss,” segir postulinn. Og Jesús, er hann endurreisti Pét-
ur, spyr einskis nema þess, hvort Pétur elski sig.” Má af því ráða
að sú er Jesú fyrsta krafa. Eg varð 55 ára fyrir fáeinum dög-
um. Eg hefi kynst mörgum mönnum. En þá hefi eg vitað elska
Jesú mest, sem einlægast hafa trúað og treyst fórnardauða lians
á krossinum. Víkjum nú aftur að orðunum: “Þeim, sem með-
tóku hann. sem trúa á nafn hans, gaf hann mátt til að verða
guðs börn.”
Hvað þýðir það að vera guðs barn? Hvað annað en það að
andi Jesú nái valdi á sál manns? Hvað annað' en ástand Páls, er
hann mælti: “Svo lifi eg ekki framar heldur lifir Kristur í mér.”