Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 18
1 (i
Bindindismál.
Eriftt er oft aÖ átti sig á því, sem birt er um bindindismál
í blöðunum, svo oft er það hvað móti öðru. Nú fyrir skömmu
rakst eg á það í smágrein í laugardagsblaði “Manitoba Eree Press”
að áfengissala hefði tvöfaldast á Finnlandi síðan vínbann komst
þar á. Svipaðað staðhæfingar þessu verða fyrir manni viö og við
um önnur svið. Ef maður hefir tækifæri til að fá aðrar upplýs-
ingar um efni slíkra frétta, fer málið oft að horfa nokkuð öðru-
vísi við. Þannig er t. d. um fréttina frá Finnlandi. Skrifstofu-
stjóri í social-ráðuneyti Finna, Liakka kansellíráð frá Helsing-
fors flutti í sumar á bindindisþingi í Danmörku, erindi um vín-
bannið á Finnlandi. Hann kannast við að bannlögunum sé hvergi
nærri vel hlýtt á Finnlandi, en þó hafi drykkjuskapur þverrað
stórkostlega síðan þau komust á. Ýktar sögur séu útbreiddar af
óvinum bannsins og teknar upp í útlend blöð. Langmestur hluti
þings og þjóðar sé eindreginn með lögunum. — Væri þetta eins
dæmi þá væri ekki urn að fást, en svipað þessu er altaf að verða
á vegi manns og ber vott um hve varasamt 'er að treysta Stað-
hæfingum, jafnvel í betri blöðum.
Af þessu tagi eru sögurnar, sem nú eru útibreiddar um allan
heim um það, að úrlausn sé fundin hér í Canada á meöferð áfeng-
isins i umráðum fylkjanna yfir sölu þess. Bent er á hvernig eitt
fylkið á eftir öðru hafi afnumið vínbann eftir að reyna það um
hríð—sem vitanlega er rétt—en við það er bætt, að nú falli alt i
ljúfa löð og hér sé komin fram fyrirmyndin, sem ekki sé á að
villast. Hér á að vera Gósenland vaxandi löghlýðni og þverr-
andi óhófs í vínnautn. Ekki hefi eg neina tilhneigingu til ]>ess
að mála ástandið hér dekkri litum en rétt er. En hér í Manitoba
t. d. er það kunnugra en frá þurfi að segja, aö núverandi fyrir-
komulag er mjög fjærri því að leysa úr öllurn vanda eða uppfylla
þær vonir, sem meðmælendur þess gerðu sér um, aö það væri til
bóta. Eg á við þá, sem í einlægni álitu að stjórnarsalan og bjór-
stofurnar mundu ibæta ástandið, en ekki við þá, sem börðust fyrir
aukinni sölu áfengis vegna þess gróða, er þeir væntu af þeirri
verzlun, fyrir sig eða fyrir fylkið. Á vegi mínum hafa orðið
ekki allfáir, er kannast við að þeir hafi greitt atkvæði með því
fyrirkomulagi, sem nú er, en séu búnir að sannfærast um aö það
hafi verið misráðið. Og það oft menn, er ferðast mikið um og
þekkja ástæðurnar. Svipað veit eg að margir aðrir þekkja til. En
þegar fylkin fá stórgróða af áfengisverzluninni, hefir það ekki
lítil áhrif í þá átt að halda henni við, þegar eins er kvartáð undan