Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 17
15 í spillandi vana. Hve margan árekstur mætti ekki varast og hve mörgu óþörfu og óheppilegu sneiða hjá, ef einungis væru opin augu fyrir hættunum og alvarleg viðleitni að komast hjá þeim réttilega Fjöldi hættanna í lífinu er eins margbreytilegur og lífið sjálft. \ elgengnin hefir sínar hættur í för með sér engu síður en fá- tæktin, sællífið engu síður en örbyrgðin. Hver lífskjör, hvert skaplyndi og hvert upplag, hafa sérstakar hættur i för með sér. UmhverfiS og félagsskapur leggja til sinn skerf. Hvert timabil hefir sinn tíðaranda og í því liggur bæði það sem auðkennir í heilbrigða átt og óheilbrigða bæði tækifæri og hættur. Þannig mætti lengi upp telja. En tilgangurinn með að nefna hættur var ekki að á þær ætti að einblína. ÞaS þarf að byggja upp hjá manninum vörn gegn hættunum sem stendur dýpra en það eitt að standa á verði. Mað- urinn þarf að hafa tekið hið heilbrigða og hreina því ástfóstri, að það verði honum óafvitandi vörn gegn því gagnstæða. Vörnin mótast inn í lifið þar sem í djúpi sálarinnar þróast lotning fyrir Guði, gleðirík meðvitund um nálægð hans og samfélag við hann og löngun til að þjóna honum í kærleika. Hver móðir, sem með alúS leggur inn í líf barna sinna kærleikann til guðs og manna, traustið á guði og löngun til að þjóna honum—leiðir þau í orði og verki til Jesú Krsts sem fyrirmydar og frelsara, er að byggja upp vörn gegn hættum lífsins hjá þeim er henni er trúað fyrir. Þekking og hugsun og athugun geta leitt í ljós það eftirsóknar- verða og það sem þarf að varast, en hvötina og kraftinn til að hylla hið góða og sneiða hjá því hættulega, veitir það að vera vinur og lærisveinn Jesú Krists. Ekkert annað hefir reynst neitt svipað þvi eins áhrifamikið til þess. Þegar við hugsum um alla þá hina mörgu, sem eru að líða skipbrot á lífi sínu vegna þess hættur, er varast hefði mátt hafa orðið þeim ofurefli, þegar vér minnumst alls þess sársauka og nístandi sorgar er það hefir fært inn í mannlegt líf og hve mörg- um er hulið ljós gleðinnar í lífinu vegna ófara einhvers, sem þeim er nákominn, og þegar vér minnumst þess enn fremur að enginn getur talið sig og sína óhulta fyrir alvarlegum hættum lífsins, hve mjög ætti það ekki að leggja oss á hjarta nauðsyn þess, að þræða leið þá—veginn eina, sanna— sem Jesús Kristur er oss mönnun- um og að beina þangað með kostgæfni og alúð þeim er oss er trúað fyrir. Því sá vegur er ekki einungis vörn gegn hættunum, heldur færir inn í það líf, sem eitt veitir mannsandanum sanna fullnægju. K. K. Ö.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.