Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 14
12 sennum, er yfir hafa staÖiÖ. Miklu fremur samkepni um aÖ vera sem þjóðræknastur. Ætti það að leggja lið þeirxi hugsjón, sem skólinn vill þjóna, og þá um leið skólanutn. Island og íslenzk menning er að velcja meiri eftirtekt, en oft áður og það einnig meðal Vestur-íslendinga. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er hin stóra gjöf auðmannsins A. R. McNichol í Winipeg á síðastl. ári ekki lítið uppörfandi. í bili gefur hún ekki inntekt, sem hægt er að nota, en húrí gerir framtíðarhorfurnar bjartari. Hafi einhver verið í efa um verð- mæti gjafarinnar, eru umntæli Mathesons erkibiskups um gjöf frá sama manni og með sarna fyrirkomxxlagi til ensku kirkjunnar upplýsandi. Er sú gjöf jöfn aS upphæð gjöfinni til J. B. skóla. Þessi alkunni og mikilsvirti kirkjuhöfðingi telur gjöfina hinn mesta feng. Ætti sarna hugsun hjá oss að vera til inntekta fyrir framtíðarhorfur skólans. Virðing fyrir minningu séra Jóns Bjarnasonar, sem upptökin átti að skólanum, hefir réttilega stutt að viðhaldi hans. Skólinn ber nafn hans og er grundvallaður á hans hjartfólgnustu hugsjón- um—kristindómi og íslenzku þjóðerni. Eðlilegt því að trygð við leiðtogann látna hefir verið verndarengill skólans. En auðvitað verður lítið úr þessu nema liíandi áhuga fyrir hugsjón skólans sé halclið við. Þar er verkefni fyrir áhugamenn í þessu rnáli, að glæða skilning fyrir þörfinni á kristilegum skólum og verðmæti þess að rækja íslenzka arfinn. Einnig að gera skólann sífelt betur úr garði til að þjóna augnamiði sínu. Með staðfestu i því má vonast eftir að skólanum aukist fylgi, þó ekki sé að vænta þess að erfiðleikar allir hverfi. 1 sambandi við starfsmálin er oft vikið að því, hvort vér séurn ekki að ráðast i rneira en vér fáum staðið straum af. Vér erum oft mintir á að vér séum “fáir, fátækir, smáir.” Að svara því sanngjarnlega og óhlutdrægt hvort vér séum ekki of stórhuga, get- ur virst erfitt. Helst hugsast rnanni að gera samanburð við kirkju- starf hjá öðrum, sem svipað er ástatt fyrir. Prestaköll vor eru yfirleitt stærri en tíðkast hjá öðrum kirkjufélögum og þar af leiðir að heimastarfið hefir víðast minni fjárhagskostnað í för með sér. En enn þá meiri munur mun vera á þvi sem vér leggj- um til hinna almennu þarfa kirkjunnar. Hvort sem vér i þvi efni berum okkur saman við norsku kirkjuna í Ameriku, sameinuðu lútersku kirkjuna eða sameinuðu kirkjuna hér í Canada, mun það koma í Ijós að til trúboðs, líknarstarfs og kristilegra fræðslu- mála leggjum vér hlutfallslega langt urn minna. Hvaða ályktun, sem maður di'egur af þessu, þá er þetta staðreynd sem óneitanlega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.