Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 31
29 Rauðtoppur og Kolur í tjaldi númer sjö voru karlar í krapinu. AnnaS'hvort orð var upphrópun. Báöir voru afbragðs vel syntir og komu mér oft í hann krappann. Kolur hafði í viö ibetur á fimtíu faðma sundi. Var talsverður kur út af þessu undirniðri. Barnálæti. Þeir voru eins ólíkir og froskar og flugeldar. Kolur var hávær, svarteygður hnokki, málóður og ástúðlegur. Rauðtoppur var hæg- ur. Það þurfti að reka hann til þess að s'krifa heim. Kolur lét tæpast dag líða hjá að hann ekki hripaði móður sinni bréf. Kvöld eitt kom Kolur til min mjög hnugginn. “Houdini,” sagði liann, “eg er hræddur um að eg hafi gert Rauðtopp reiðan. Hann er flón að láta sér þykja.” Eg var því vanur að drengirnir segðu mér ýmislegt, svo eg spurði: “Hversvegna þykir honum ?” “Við vorum aði tala um mæður.” “Það ætti ekki að koma af stað ófriði,” sagði eg. “En Rauðtoppi þótti. Eg sagði ekkert um móður hans, svo hann gat ekki rnikið sagt. Hann sagði sjálfur að hún væri ekki neitt til að skruma af. Svo bætti hann við: Þú heldur að alt þitt sé svo merki- legt—sundtökin, móðir þín og alt. Eg setti ofan í við Kol fyrir að vera að hreykja sér. Drengir ættu ekki að vera montnir. Gort leiddi til óvinsælda og gagnaði ekki neitt. Sagðist mér vel, en augnaráð Kols sýndi mér að eg hafði snert við nokkru, sem var honum helgur dómur. “Er hún virkilega mjög fögur?” spurði eg. “Já, áreiðanlega.” Augnaráð hans var sannfærandi. “Að hverju leyti?” spurði eg. “Houdini, eg held að þú vitir þegar kona er fögur. Það er út- litið á andliti hennar.” Þetta var auðvitað engin lýsing, þó Leonardo da Vinci hefði ekki getað gert betur. Drengurinn vissi að móðir hans var fögur, þó hann gæti ekki gert grein fyrir þvi frekar. Hefði hann verið ögn eldri—-segjum 17 ára—þá hefði hann látið þar við sitja. En hann reyndi að útskýra hvað hann átti við—þó óljóst væri. Augun grá og skær, hárið silkimjúkt, Svo munnfríð að fólk stóð við til að horfa á hana. Og sú kunni nú að klæðast fötum. Margt af þessu tagi, broslegt sumt, en það brá-upp fagurri mynd í huga mínum. Krabkar hafa næman fegurðarsmekk, þó oft sé ekki kannast við það. Eg jafnaði á milli þeirra Rauðtopps og Kols. Eg vorkendi Rauð- toppi og vildi koma honum til liðs. Eg gerði það að tilefni að setja ofan í við hann fyrir að skrifa ekki oftar heim, til að koma því að hvort móðir hans væri ekki líka fögur. “Hún er all right, held eg.” Annað fékk eg ekki hjá honum, en iþetta virtist vera honum viðkvæmt mál. Kolur átti móður, sem bar af og hann hafði jafnan betur á fimtíu faðma sundinu. Eg reyndi að vera sár i garð Kols, en þegar eg sá hann á kvöldin í aðal salnum með rauða lindarpennan sinn að skrafa í ákafa við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.