Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 21
19
rás og logandi und, sem læknast ekki fyr en á aldurtila-stund,”
Vitru mennirnir finna hve mislukkuö er sæluleit rnanna.
. Og samt eru allir menn í sæluleit. BarniÖ bi8ur leyfis aÖ
leika sér viÖ börn nágrannans. Það er i sæluleit. Sjötugi vís-
indamaðurinn leitar á grafarbakkanum að svörum, er leysi úr
spurningunum miklu: “Hvað er eg? Hvaðan er eg? Hvert fer
eg? Hvað eru hlutirnir í kringum mig? Hvað er takmark lifs-
ins?” — Og svarið er bergmál hans eigin orða,—annað ekki.
En þvi þrá allir menn sælu? —Eða svo eg hagi orðum á
meira viðeigandi hátt,—því eru menn gæddir þessari þrá, þessu
eyrðarleysi ? Því finna þeir þessa þörf í sálum sínum, að dýpstu
spursmálum tilverunnar sé svarað? Er ekki líklegt,—enda auð-
sætt, — að á þennan hátt sé einstaklingar — og kynslóðirnar —
knúðar til að leita hinna sönnustu verðmæta lífsins út fyrir tak-
mörk hinnar timanlegu og sýnilegu tilveru?
En er þá, á því sviði, yanalega sælu að finna?
Alt, sem við vitum unr eilífðina, hefir Jesús kent okkur. Án
hans vissum við ekki neitt um eilíft lif, eða eilífa sælu. Fullkomið
manngildi hans,—eðli hans og áhrif, sanna guðdóm hans. Þess
vegna segir postulinn, að Jesús sé “ljómi dýrðar guðs og ímynd
veru hans.” Þessi skýring postulans mikla nægir mér.
Jesús segir: “Enginn gjörþekkir föðurinn nema sonurinn.”
Brot þeirrar þekkingar hefir hann birt heiminum til þess að veita
einlægum mönnum sælu. En hann tekur það einnig skýrt fram,
að hann ætlist til þess að orðum sínum sé veitt viðtaka með barns-
legri einlægni. “Nema þér verðið eins og börn,” segir hann,
“munuð þér ekki innganga í ríki himnanna.”
Á vorum tímum greinir menn rnjög á um hann. En líklegt
finst mér mega telja, að samtímismenn hans og honum samrýmdir
hafi skilið hann bezt. Til þess höfðu þeir bezt skliyrði.
Hugur minn nemur nú staðar við ummæli eins þess manns,
Jóhannesar postula. Af líkum má ráða að hann hafi verið Jesú
kærari en aðrir lærisveinarnir, enda líklegt að hann hafi verið
Jesú skyldur, þó eigi sé það sannað.
Þessi lærisveinn segir um Jesú: “Og Orðið varð hold og
bjó með oss .... og vér sáum hans dýrð......” Mig varðar það
litlu máli hvort postulinn á hér viS einstök atriði í lífi Jesú, t. d.
ummynduninni á fjallinu, eða upprisuna. Mig varðar það eitt,
að postulinn “sá dýrð” Jesú, og helgaði honum því líf sitt.
Um áhrif Jesú á lærisveinana alla, á hverri öld sem er, segir
postulinn: “En öllum, sem hann meðtóku, gaf hann mátt til að
verða guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn......”Geta má þess,