Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 22
20
aö orÖ frumtextans sem hér er þýtt “máttur,” getur þýtt “réttur.”
Og þannig er það þýtt í nýjustu þýSingunni íslenzku. L,átum nú
hugann nema staðar um stund við þessi ummæli postulans. Eg tek
fyrst eftir því, að postulinn undantekur enga lærisveina. Og þó
sögnin sé með þátiðarmynd, virðist mér auðsætt að ummæli postul-
ans nái til allra lærisveina Jesú á ö'llum tímum. Þeim, sem með-
taka hann, gefur hann mátt til að verða guðs börn. Veitum því
ennfremur eftirtekt að postulinn minnist á vist skilyrði. Hann
segir: “En öllúm, sem meðtóku- hann, gaf hann mátt til að verða
guðs börn, þeim, sem trúa á hans nafn. Þeir, sem meðtaka hann
og þeir, sem trúa á hans nafn, eru þá sömu mennirnir.
Gáum ennfremur að því, að postulinn segir ekki “þeim, sem
trúa á hann.” Það finst postulanum of ónálcvæmt. Hann segir:
“Þeim, sem trúa á nafn hans.” Nafnið er Jesús, sem þýðir frels-
ari, Osjálfrátt detta manni i hug orð engilsins: “Hánn skaltu
láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk frá syndum þess.”
—Þeim, sem trúa þeim (boðskap, að Jesús frelsi frá syndum, veitir
hann mátt til að verða guðs börn.—
En staðfestir Jesús sjálfur þessi ummæli? Hann segist vera
kominn til þess að þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds
fyrir marga. Hann segir ennfremur: “Eins og Móse hóf upp
höggorininn á eyðimörku á manns-sonurinn að verða upphafinn
til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf.”
Nægja þessi ummæli hans til að gera grein fyrir erindi hans
í heiminn. Hvað þýðir það þá að trúa á nafn hans ?
Mun það nægja aS kannast við þann sannleika, sem hann
mælir í tilgreindum orðum og nema þar staðar? Fjarri fer því.
Menn geta trúað um Krist öllu því, sem hann og postular hans
kenna, og samt ekki trúað á Krist.
Hvað er það þá að trúa á Krist? Hvað annað en að hafa
endurfœðst eins og Jesús bendir á i samtali sinu við Nikódemus.
Eg fer með vilja fram hjá öllum guðfræðilegum setningum.
Vil miklu fremur nema staðar við persónulega reynslu mína og
annara bræðra minna, að því leyti sem við megum telja okkur
kristna menn. Játa þó fúslega minn eigin vanmátt og slcort; enn-
fremur það, að i strangasta skilningi hefir enginn verið kristinn
nema Kristur einn, en sá er kristnastur, sem Kristi er líkastur,—
sá, sem stjórnast bezt og mest af anda hans og orði.
i. Mér skilst, að sá, sem trúir á Krist, treysti honum tak-
markalaust.
Að vantreysta honum er að játa eigið trúleysi. Sá, sein á