Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 16
14
ímynduöum óhultleik. Fátt vekur meira athygli einmitt nú en
hin tíSu líkamlegu slys, sem virÖast vera afleiÖing af þeim ógnar
hraíSa, er einkennir samtíÖ vora. E'ru allir sammála um aS aukin
aðgæzla og ábyrgðartilfinning, samfara skynsamlegum reglum, sé
sú örugga leið til að draga úr hættunni. En varla getur nokkur
veitt nákvæmar atgætur nútíöarfólki, nema veita þvi eftirtekt að
slys eru að koma fyrir á sviði hins siðferðislega og andlega engu
síður en fyrir árekstur á götunum. Hin mest áberandi eru þau
er standa í sambandi við glæpalífið. Færustu menn til að dæma
um glæpamenn og glæpalíf, halda því fram að allur þorri þeirra
er fangelsin fylla eigi fullrar viðreisnar von, ef rétt sé farið aö.
Hver getur því efast um aö óþörf slys hafi valdið því að þorri
þessa fól’ks hefir farið afvega? Hættur, sem hægt heföi verið að
varast, hafa orðið því að falli. En hið sama gildir um flestar
aðrar ófarir lífsins, sem ekki heyra undir glæpalíf, þó þær hafi
það í för með sér að skemma og eyðileggja líf manna. Hve margt
öfugstrevmið í lífi og sambúö mannanna á beint rót sína að rekja
til þess að menn hafa verið blindir fyrir hættum, sem svo hafa
orðið þeim að fótakefli. Það virðist vera full ástæða til að hefja
alvarlega hreyfingu til þess að draga úr siöferðislegum slysum og
óförum ekki síður en slysum þeim á götum og torgum, sem flýtis-
æðið hefir í för með sér. Skýr sjón á hættunum og aukin ábyrgð-
artifinning er leiðin til umbóta á hvortveggja sviðinu.
“Sá, sem þykist standa, gæti að sér-að hann ekki falli” er gam-
alt orð en enganveginn úrelt. Vér lesurn um eða heyrum af þeim
hættum, sem eru að svelgja upp fjölda af efnilegu fólki og leiða
það út í glæpi og ógæfu, en oftar en hitt eru þetta fyrir okkur
orðin tóm, nema ef hættan heggur svo nærri að fyrir henni verði
annaðhvort einhver nákominn eða kær. Of oft ræður sú til-
finning að rnanni sjálfum og manns nánustu sé ekki hætta búin,
og því sé þetta fjarlægt manni og óviðkomandi. En bæði er þessi
óhultleikur hæpinn og svo eru þættir lífsins þannig flóknir að
bæði skvnsamlegt og kristilegt er að láta ekkert mannlegt vera
sér óviðkomandi. Menn hafa stundum álitið að ])að mætti talc-
ast að lifa sjálfum sér, en það er að verða sífelt augljósara aö það
er ekki einungis rangt heldur ómögulegt. Hætturnar eru að svo
miklu leyti sameiginlegar.
En smáhætturnar í daglegu lífi, sem verða til þess ef ekki er
við þeim séð, að eitra og spilla lífinu, eru einnig viðsjárverðar.
Hve margur fellur ekki um hinar sömu þeirra, sem fótakefli aftur
og aftur, án þess að átta sig eða táka sig í vara. Hve oft það
spillir samtbúð, skapar óheilbrigt andrúmsloft og festir manninn