Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 30
28
sem bókina ritar, og lifandi starfandi kristni þarfnast þess að reiða
sig í einlægni á handleiðslu guðs. Það er 'boðákapur þessarar bókar.
Mun áframhaldi þessarar æfisögu ekki síður verða fagnað. Á
Þorsteinn ritstjóri Gíslason miklar þakkir fyrir að eiga upptökin að
því að þessar endurminningar eru skráðar.
Skriftamál einsetumannsf: Sigurjón Friðjónsson, Aukreyrit
Prentsmiðja Odds Björnssonar 1929. — Er þetta smárit eftir skáldið
á Litlu-Eaugum í Reykjadal. Er efnið einræöur höf, um ýmsar þær
gátur, er iífiö leggur fyrir alla rnenn, og setur fram þá lífsskoðun, er
höf. hefir myndaö sér á grundvelli þeirra úrlausna, er hann hefir
fengið. Hefir Sigurjón ekki verið talinn trúmaður, alment, en mjög
hneigjast þessar hugleiðingar að eilífðarmálunum. AS vísu er honum
tamara að ræða um “hið mikla og dularfulla’’ en beinlínis að nefna
guödóminn. Er það reyndar tízka hjá all-mörgum á yfirstandandi
tíS, að veigra sér við að' nota nokkur vanaleg orðatiltæki og þá allra
sízt kristileg, þegar vikiö er að trúmálum. Augljóst er, að höf. hefir
mikið hugsaS um þessi mál og hefir mjög leitandi huga. Margt er
skarplega og vel athugað, og varla getur nokkur lesið svo þessi
“skriftamál” að hann ekki finni til þess, að þau flytja margt, sem á
rætur í boSskap nýjatestamentisins, þó með öðrum orðum sé það
framsett. Ekki er þó Kristur nefndur í bóikinni, þó margt minni á
kenningu hans. Hefir í ritdómi um bókina verið sagt að trauölega
verði hún lesin nema aS minnast orðanna: “Knýið á, og fyrir yður
mun upplokið verða.” Er ekki nokkur vafi á því að höf. hefir færst
mjög í átt til trúar og tilbeiöslu frá því sem áður var. Enda er þaö
alltítt urn hugsandi nienn á yfirstandandi tíð, þó líka gæti hins gagn-
stæSa.
K. K. Ó.
(Lauslega þýtt.ý
í sumar er leið var Percy Weeks frá Dartmouth skóla leiötogi á
tjaldstað drengja. Finst ihonum drengir ekki að eölisfari gefnir fyrir
að tapa. Þeir séu of hreinskilnir til að láta, sem þeim falli aS verða
undir, og sjaldan séu þeir á marga fiska, ef þeir ekki hafi ofurlitla
tilhneigingu til aS gorta. Reyndar sé erfitt að skilja drengi, eins og
alt, sem virðist einfalt í fyrstu. Er þetta dæmi:
Á Bradfords tjaldstað í sumar voru tveir drengir, sagöi hann,
sem réðu fyrir tjaldi númer sjö. Voru þeir képpinautar í íþróttum
en allgóðir vinir engu að síður. Annar var nefndur Rauðtoppur—
vegna háralits—en hinn Kolur. Mig nefndu þeir Houdini—hér þarf
ekki að greina ástæðu til þess. Það var heiöursnafn, sem eg reyndi
að kafna ekki undir.