Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 25
Possinn fyrir neðan. Ungur maður er á snotrum bát úti á stór-fljóti. Hann nýtur unaðarins af hreina loftinu, fagra útsýninu og fyrirhafnarleysinu. Fljótið er lygnt, straumurinn hægur. Það er svo dillandi aÖ ber- ast með straumnum, að þurfa ekki að beita neinni áreynslu, að mega njótai lífsins í aðgjörðarleysinu. Þá heyrist hrópað af fljótsbakkanum: “Ungi maður, foss- inn er fyrir neðan, farðu varelga.” En ungi• maðurinn skeytir því engu; makindin hafa heil'lað hann. Straumurinn er svo hægur. Það getur ekki verið neinn foss nokkurstaðar nálægt. Báturinn, sem ber unga manninn, líður áfram eins og engin hætta væri nokkurstaðar til í veröldinni. í annað sinn kemur viðvörun af bakkanum: “Varaðu þig, ungi maður, fossinn er ekki langt undan.” En báturinn líður á- fram eins og engin viðvörun hefði komiö. Það er sjálfsagt óður maður, sem er að hljóða þarna á bakkanum. Auminginn, hann á bágt. Eg ætti liklega að vita, að hér er engin hætta á ferð. Og báturinn líður áfram með heldur meiri hraða en áður. í þriSja sinn er hrópað: “f Guðs bænurn, varaðu þig, foss- inn er rétt fyrir neðan þig. En ungi maðurinn er ugglaus og and- varalaus. Nú er samt straumurinn ekki lengur hægfara. Einhver undrakraftur dregur bátinn áfram óðfluga. Það er eins og hann væri að sogast inn í hringiðu. Fossniðurinn dunar á eyrum. Engin rödd heyrist af bakkanum framar, heyrist ekki hvað hátt sem kallað væri, fyrir fossniðnum. Alt í einu vaknar ungi mað- urinn eins og af svefni, grípur í ár til að bjarga sér. Of seint! Á næsta augnabliki er hann kominn í fossinn. Þetta er víst saga allra sorgarleikja lífsins. Því miður eru þeir ekki fáir. Þeir menn, sem þannig ferðast á lífsleiðinni, að vegur þeirra endar í vegleysu, eru tilfinnanlega margir. Sú hætta vofir í raun og veru yfir öllum mönnum. Þegar vér, hver sem er, stígurn skakt spor, er það, sem betur fer, engan veginn víst, að sporið “lengist i æfilangt eymdarstryk,” því þá væri sérhver mað- ur glötunarinnar 'barn, en sá sem villist burt frá hinu göfuga og góða, hefir heldur ekki neina vissu fyrir því, að hann geti snúið við. “Hendi þig hrösun bráð, sem helgan Pétur, undir Guðs áttu náð, hvort iðrast getur.” Hver einasti maður, sem nú er fangi í fjötrum ofdrykkj- unnar, byrjaði með einum drykk. Ekki kom það honum þá í hug að hann færi ofan fyrir fossinn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.