Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 9
kvíða að ferðast svo langt? Því lengra sem farið er, því fleira að sjá'og skoða, Og hve fögur mun ættjörðin liimneska vera og yndislegt að koma þangað. Hvort sem siglt verður út á íhaf hinnar eilífu kyrðar á þessu ári, eða litlu síðar, þá er þetta ár, eða sá partur þess, sem oss er ætlaður hér, einungis til þess, að vér búum oss undir heimferðina þá. , 1 langferðina þá þarf leiðsögn, sáttmálsörk að vísa leið. Þá ferðafólk siglir heimshöfin keppa “línurnar” (eimskipafélögin) hver við aðra, að fá sem flesta með sér, og heitir hver um sig beztri leiðsögn. Svo er með ferðina yfir dauðahafið heim að eilífri ættjörð. Margar —alt-ofmargar—línur (kirkjur) keppa um að flytja oss þangað og stríða oft hver gegn annari. Ýeldur það sundurþykkju og mannskemmir marga. Hvað >sem kirkjulegum “línum” líður, getur leiðsögnin ekki verið nema ein. Farstjóra og hafnsögumanni er engum til fulls að treysta öðnim en Jesú Kristi. Það má mikið státa af sjálfstæði og svo láta, sem maður treysti sér sjálfum til allra ferða. Ekkert verður iir því, þegar til jiess kemur að leggja upp síðast og sigla út á haf dauðans. Eða með hverjum viljið þér fara þá ferð ? Getið þér nokkrum öðrum betur treyst en Kristi? Sé maður ekki óhultur á hafinu með Krist við stýrið, þá er óhætt að fullyrða, að engum .sé að treysta. Vér höfurn ])á sæluríku trú að í frelsara vorum Jesú Kristi höfum vér sáttmáls- örk Guðs. í honum er sáttmáli Guðs við oss. Hann er auglýsing og opinberun hjálpræðisins. Hann er veg- urinn liéðan heim. Hann er eini vegurinn allstaðar. Hann er eini veg urinn, sem oss er óhætt að fara þetta nýja ár. Hann er sá vegur, .sem hugurinn fer, er hann leitar sannleika lífs- ins. Hann er sá vegur, sem hjartað fer, er það leitar kærleiks og friðar. Hann er sá vegur, sem vér forum vora hinstu ferð, heim til vors himneska ættlands.—Veg þann, sem nú er framundan, höfum vér aldrei áður far- ið. En veg Drottins Jesú þekkjum vér, og honum fylgj- um vér. Jesús er .sáttmálsörk Guðs, sem öllum, sem á hann trúa, lýsir leið. —B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.