Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 2
5. mars 2011 LAUGARDAGUR2 Fanný, er þetta hætt að vera „funny“? „Já, því nú hefur Múmínpabbinn breyst í Morrann.“ Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri á Ösp í Breiðholti, er óánægð með tillögur borgarstjórnarmeirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar um sameiningu leikskóla. Ekki sé stuðst við rannsóknir og hagræðingin sé og mikil miðað við raskið. DÓMSMÁL „Davíð sagðist ætla að senda dópista á mig,“ sagði heimilisfaðir í Bústaðahverfi fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar fram fór aðalmeðferð í skotárásarmálinu sem átti sér stað í Bústaðahverfi síðastliðinn aðfangadag. Heimilisfaðirinn sagði ástæðu árásarinnar vera þá að lögregl- an hefði verið að elta sig. Hann hefði hitt „Sverri“ sem lögreglan hefði þá fundið fíkniefni og pen- inga hjá. „Sverrir“ hefði haldið að þetta væri sér að kenna og fengið „Davíð“ til að rukka sig. Mennirnir fjórir sem komu við sögu í skotárásarmálinu báru vitni fyrir dómi í gær. Þeim bar nokk- uð saman um atburðarásina sem leiddi til þess að þeir mættu að heimili við Ásgarð og skutu tveim- ur skotum úr haglabyssu í útidyra- hurð á heimilinu. Einn mannanna, sem býr í Hraunbæ, og hafði verið lengi í fíkniefna- og áfengisneyslu, hafði fengið vilyrði fyrir að kom- ast inn á Vog á aðfangadags- morgun. Hann mætti þangað á tilsettum tíma en var þá sagt að heimilislausir gengju fyrir og allt væri orðið fullt. Hann þurfti því frá að snúa, fór heim og hringdi í félaga sinn. Sá sat að að áfengis- drykkju og pilluáti með tveim- ur öðrum í íbúð í Skipasundi og renndi hann eftir Vogsmanninum. Á leiðinni barst í tal að það þyrfti að ná í meira áfengi og leiddi sú umræða til þess að þeir fóru á þetta tiltekna heimili í Ásgarði, að undirlagi Skipasunds- mannsins. Þar var þeim ekki hleypt inn en heimsóknin endaði með því að maðurinn úr Skipa- sundi kíkti inn um bréfalúguna og fékk þá járnstöng í ennið, þannig að undan blæddi. Hann hringdi í félagana tvo í Skipasundi, kvaðst mundu sækja þá þegar, sem hann og gerði og snéru svo allir til baka í Ásgarð- inn aftur. Ætlunin var „að hræða gaurinn,“ eins og einn mannanna orðaði það í dómsal. Þegar komið var að húsinu í Ásgarði tók einn mannanna haglabyssu sem hafði verið í bílnum og skaut einu skoti í útidyrahurðina. Annar fékk síðan byssuna í hendur og skaut hann einnig í hurðina. Heimilisfólkið var þá komið í var í næsta húsi. Mennirnir fjórir sögðust fyrir dómi í gær iðrast sárlega gerða sinna og að þeir hefðu verið í lang- varandi neyslu og rugli áður en til þessa kom, og allir verið á leiðinni í meðferð. jss@frettabladid.is Segjast sjá mjög eftir skotárás á jólunum Skotárásin í Ásgarði á aðfangadag var sögð til komin vegna fíkniefnamála við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sakborningarnir í mál- inu höfðu setið að drykkju og pilluáti áður en þeir mættu með haglabyssuna. SAKBORNINGAR Mennirnir fjórir voru leiddir í handjárnum í dómsal í gær, þar sem aðalmeðferð fór fram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÁFAGARÐUR Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, hitti Benedikt XVI páfa í Vatíkaninu í gærmorg- un og afhenti honum þar afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem ferð- aðist víða um heim á sinni tíð. Hún fór meðal annars til Vínlands með leiðangri Leifs heppna og ferðaðist einnig víða um Evrópu. Hún gekk meðal annars á fund páfa í Róm og sagði honum frá ferðum sínum. Styttan er gjöf frá íbúum á Snæ- fellsnesi, heimabyggð Guðríðar, og var hópur Snæfellinga viðstaddur athöfnina. Páfi mun hafa látið þess getið að saga Guðríðar sýndi hinn kristna heim í nýju ljósi. Styttunni yrði fundinn veglegur staður í Páfagarði. Þá afhenti forseti páfa Biblíuna í íslenskri þýðingu, gjöf frá biskupi Íslands, sem og hátíðarútgáfu af Konungsbók Eddukvæða. Séra Jakob Rolland, kanslari kaþ- ólsku kirkjunnar hérlendis, segir fund forseta og páfa viðurkenningu á framlagi Íslands til framgangs kristni um allan heim. - þj Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gekk á fund Benedikts XVI páfa: Færðu páfa afsteypu af Guðríði PÁFAGARÐUR Forsetahjónin hittu Benedikt páfa og færðu honum góðar gjafir. N O R D IC PH O TO S/ A FP ÍRAK, AP Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrir- myndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austur- landa, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum. - gb Mótmæli halda áfram í Írak: Þúsundir vilja stjórnarbetrun VIÐ GRÆNA SVÆÐIÐ Hægra megin eru öryggisverðir en vinstra megin mótmælendur sem komast ekki inn á Græna svæðið í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EGYPTALAND Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætis- ráðherrans Ahmed Shafiq og til- nefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn. Tilkynning um þetta birtist á Facebook-síðu hersins í gær. Saharaf var samgönguráðherra árin 2004 til 2005 en hann sagði af sér eftir lestarslys. Hann sneri sér þá að kennslu í háskólanum í Kairó. Saharaf tók þátt í mótmælunum á Friðartorg- inu og er vel þokkaður af þjóð- inni samkvæmt sjónvarpsstöð- inni Al Jazeera. Stólaskipti í Egyptalandi: Saharaf falið að mynda stjórn GRÆNLAND Flugvél Flugfélags Íslands, með 31 farþega og þriggja manna áhöfn, brotlenti á flugvellinum í Nuuk í gær. Engin slys urðu á fólki. Slysið varð um klukkan hálf fimm að íslenskum tíma. Vélin, sem kom frá Reykja- vík, var að lenda þegar hjólastell gaf sig hægra megin og brotnaði undan vélinni. Hún rann út af flugbrautinni og stöðvaðist. Far- þegarnir og áhöfnin gátu gengið frá borði. Flugvélin, sem er af gerðinni Dash 8, er mikið skemmd. Önnur vél verður send til Nuuk í dag. Ekki er hægt að segja til um orsök slyss- ins að sögn Þormóðs Þormóðssonar, for- stöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa. Samkvæmt alþjóðlegum samningum verður rannsókn slyssins í höndum Rannsóknar- nefndar flugslysa í Danmörku, ásamt íslensk- um ráðgjöfum. - þeb Engan sakaði þegar flugvél Flugfélags Íslands brotlenti í lendingu í Nuuk á Grænlandi í gær: Rann út af flugbrautinni í lendingu GENGIÐ FRÁ BORÐI Farþegarnir tóku handfarangur sinn og gengu frá borði eftir að vélin hafði stöðvast á öryggis- svæði fyrir utan flugbrautina. MYND/LEIFF JOSEFSEN FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Íslands á Kína á æfingamóti í Portúgal í gær. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún sé loksins að finna sitt gamla form á ný eftir þriggja ára baráttu við meiðsli. Hún þurfti að bíða lengi eftir réttri greiningu og var farin að örvænta. „Ég íhugaði síðasta sumar að taka mér frí frá fóbolta,“ sagði Margrét Lára, sem fékk svo loksins lausn sinna mála. „Þetta hefur lagst mikið á sálina enda lifi ég fyrir fótbolt- ann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég vil geta sýnt mínar sparihliðar í hverjum ein- asta leik.“ Margrét Lára lýsir einnig því hvernig hún var næstum brostin í grát við að lesa viðtal við lands- liðsþjálfarann í Fréttablaðinu nú fyrr í vikunni. - esá / sjá síðu 62 Margrét Lára Viðarsdóttir: Glímdi við meiðsli í þrjú ár MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR LÍBÍA Öryggissveitir Gaddafís, einræðisherra Líbíu, beittu táragasi og skotvopnum gegn mótmælendum í höfuðborginni Trípólí í gær. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna var í borginni. Harðir bardagar geisuðu ann- ars staðar í landinu og bárust fréttir af sprengingu í borginni Bengazi þar sem 17 manns létust. Fólksflótti yfir landamærin til Túnis og Egyptalands heldur áfram. Talsvert færri hafa farið yfir landamærin til Túnis frá því á fimmtudag og er talið að her- sveitir Gaddafís meini fólki að komast burt. - þeb / sjá síðu 8 Skotið á fólk í Trípólí: Táragasi beitt á mótmælendur SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.