Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 78
5. mars 2011 LAUGARDAGUR46 krakkar@frettabladid.is 46 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Nokkrir ferðamenn voru að skoða bein af risaeðlum á safninu. Einn þeirra gekk að safnverðinum og spurði: „Getur þú sagt mér hvað þessi snareðlubein eru gömul?“ „Þau eru 3 milljóna, 4 ára og 6 mánaða gömul!“ „Hvernig getur þú verið svona nákvæm- ur?“ spurði ferðamaðurinn. „Sjáðu til, þegar ég byrjaði að vinna hérna voru þessi bein þriggja milljóna ára gömul og það var fyrir 4 árum og 6 mánuðum,“ svarar vörðurinn. Elvar Fossdal, 8 ára. Einu sinni voru tveir menn sem hétu Við og Loft. Einn daginn fóru þeir í vinnuna sína. Loft var duglegri í vinnunni. Við var svo öfundsjúkur að hann batt Loft upp á staur. En svo kom stjórinn og hleypti Lofti og rak Við. Aron Örn Arnarson, 8 ára. Hvað ertu gamall? Ég hef ekki athugað það nýlega – en ég er ekkert mjög gamall og ekkert sérstaklega ungur. Sefurðu stundum í skónum? Það hefur komið fyrir. Ef vinir mínir í Latabæ eru eitt- hvað að bralla er alltaf gott að vera tilbúinn ef ég þarf að hjálpa þeim. En oftast sef ég án þeirra. Ferðu stundum í fýlu? Ég prófaði það einu sinni. Það voru leiðinlegustu fimm sek- úndur sem ég hef upplifað. Græturðu einhvern tíma? Já, stundum, ef ég meiði mig mikið þá koma nokkur tár. Það er sko allt í lagi og mér líður alltaf betur á eftir! Hvað er það besta sem þú hefur gert? Ég held að það hafi verið þegar ég ákvað að vera kyrr í Latabæ og hjálpa til. Hvað fannst þér skemmtileg- ast að læra í skólanum? Mér fannst leikfimi skemmti- legust og að sjálfsögðu lestur. Það er hægt að finna svör við öllu í bókum og þá er eins gott að kunna að lesa! Hvað þarf maður að æfa sig lengi til að geta staðið á annarri hendi? Ég þurfti að æfa mig mjög, mjög lengi. Fyrst er gott að æfa sig að standa á báðum hönd- um að sjálfsögðu. Síðan getur maður byrjað að lyfta ann- arri hendinni frá gólfi mjög snöggt. Ef maður æfir sig daglega er þetta fljótt að koma. Áttu marga vini? Já, ég er svo heppinn að eiga fullt af vinum. Veit ekki einu sinni hversu marga. Til dæmis lít ég á alla krakka á Íslandi sem mína bestu vini! Hvernig leikir þykja þér skemmtilegastir? Mér finnst allir boltaleikir alveg frábærir. Til dæmis fót- bolti og körfubolti. Síðan förum við oft í mjög skemmtilega úti- leiki í Latabæ eins og Yfir, Fall- in spýta og Skotbolta. Ferðu stundum upp á fjall? Stundum lendi ég loftskipinu mínu upp á fjöllum og stund- um fer ég í fjallgöngur. Það er fátt eins skemmtilegt og að standa á toppnum á fjalli sem að maður hefur klifið; þá líður manni eins og sönnum sigur- vegara. Hefurðu búið til snjóhús? Hvort ég hef! Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri þegar það er mikill snjór úti. Ég hef búið til mörg snjóhús með vinum mínum úr Latabæ. Stundum eru þau pínkulítil og stundum eru þau risastór! Ertu sterkari en Súpermann? Ég hef nú aldrei hitt hann, en ég held alveg örugglega að hann sé sterkari en ég. Ég sá einu sinni mynd af honum í bók þar sem hann var að fljúga með heilan bíl í fanginu! Ég gæti það nú aldrei. Hver er þín mesta hetjudáð? Ég hef nú aldrei hugsað um það sem ég geri sem einhverj- ar hetjudáðir. Solla vinkona mín sagði mér samt einu sinni, að það hefði verið mjög hetjulegt hjá mér þegar ég hætti í miðju kapp- hlaupi við Glanna Glæp til að bjarga Stínu Símalínu. Það var einmitt þannig sem þau föttuðu að ég var alvöru Íþróttaálfurinn – en ekki Glanni sem var bara í alveg eins búningi og ég. Það skiptir nefnilega ekki alltaf öllu máli að vinna, heldur að gera það sem er rétt. LEIDDIST AÐ VERA Í FÝLU Íþróttaálfurinn hefur bara einu sinni farið í fýlu og það voru leiðinlegustu fimm sekúndur sem hann hefur upplifað. Það kemur ekki á óvart að íþróttir voru uppá- haldsfagið hans í skólanum því boltaleikir eru það skemmtilegasta sem hann veit. Nafn og aldur: Heiða Ósk Ólafsdóttir, 12 ára frá því í febrúar. Í hvaða skóla ertu? Laugarnesskól- anum. Í hvaða stjörnumerki ertu: Ég er vatnsberi. Áttu happatölu? Já, 5. Helstu áhugamál/hvað gerir þú í frístundum? Fótbolti og að vera með vinum. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Medium. Besti matur? Sveppasúpan hans pabba. Eftirlætisdrykkur? My Secret. Hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Íslenska. Áttu gæludýr? Nei, ekki núna. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Áramótin. Þá er svo mikið fjör. Eftirlætistónlist- armaður/hljóm- sveit? Justin Bieber. Uppáhaldslitur? Svartur, blár og grænn. Hvað gerðirðu í sumar? Fór í útilegu til Akureyrar. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Aþena, hvað er málið með Haítí. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Það veit ég ekki. Heiða Ósk Ólafsdóttir PBSKIDS.ORG/LIONS/ er lifandi og skemmtileg vefsíða fyrir krakka, með sérstaklega stórt safn af myndum til að prenta út og lita. Það skiptir nefnilega ekki alltaf öllu máli að vinna, heldur að gera það sem er rétt. Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.