Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 36
5. mars 2011 LAUGARDAGUR36 Ég dey alltaf pínu- lítið inni í mér þeg- ar ég sé komment á borð við „Ertu með sand í píkunni?“ eða „þú verður bara að láta ríða þér almennilega“. H i ldur Knútsdótt- ir lauk BA-námi í ritlist við Háskóla Íslands (HÍ) í haust en þurfti þó að bíða í nokkra mánuði, fram til síðustu helgar, eftir formlegri útskrift. Alla jafna hefði hún útskrifast í október síðastliðnum en allsherj- ar niðurskurður í menntakerf- inu kom í veg fyrir það. Aðspurð segist Hildur þó kæra sig koll- ótta um slík formsatriði, þar sem hún hefur fyrir löngu haldið sína útskriftarveislu og fann ekki hjá sér nokkra þörf til að vera við- stödd athöfnina í HÍ á laugar- daginn. En hvað má hún þá núna, lögum samkvæmt, titla sig í síma- skránni? Ritlistamann? „Ég veit hreinlega ekki hvað ég ætti að kalla mig,“ útskýrir Hild- ur. „En ég vinn sem texta- og hug- myndasmiður hjá auglýsingastof- unni Pipar/TBWA. Kannski væri ráð að skrá sig undir starfsheitinu smiður í símaskránni?“ Í raun gegnir Hildir mörgum mismunandi ritstörfum, en með- fram háskólanáminu og starfi sínu á auglýsingastofunni vinn- ur hún þessa dagana að tveim- ur bókum. Sú fyrri, skáldsagan Sláttur, kemur út í næsta mánuði á vegum Forlagsins. Hin bókin hefur fengið vinnu- titilinn Lífsstíllinn: megrun, tíska, Bob og beikon, en í henni bregð- ur Hildur sér í hlutverk hliðars- jálfsins, tískubloggarans H, sem haldið hefur úti vinsælli bloggsíðu síðan í júlí síðastliðnum. Ókeibæk- ur stefna að útgáfu síðarnefndu bókar innar með haustinu. Frétt varð kveikjan að sögunni Raunar hefur fyrsta skáldsaga Hildar, Sláttur, verið nokkuð lengi í pípunum, en hún lauk við skrift- irnar síðla hausts 2009 og gerði svo útgáfusamning við Forlagið vorið eftir, 2010. „Síðan þá hef ég tekið nokkra snúninga á sögunni, um það bil átta talsins, og gert á henni nokkr- ar bótox-aðgerðir,“ segir Hildur og bætir við að sú ákvörðun að gefa bókina út að vori helgist af tvennu. Annars vegar sé það gert til að dreifa útgáfum betur yfir árið og hin ástæðan sé að nýir höfundar eigi það til að drukkna í jólabókaflóðinu. Sláttur gerist á Íslandi nútímans og fjallar í stuttu máli um konu sem gengst undir hjarta- skipti. Að aðgerðinni lokinni fær konan svo á tilfinninguna að hafa öðlast ýmislegt með nýja hjart- anu, svo sem minningar, áður óþekkta skapgerðareiginleika, annan smekk á mat og fleira í þeim dúr. Í kjölfarið grípur sögu- hetjuna óþrjótandi fýsn til að komast að því hver átti hjartað á undan henni. Hugmyndina að sögunni segist Hildur hafa fengið þegar hún las frétt fyrir nokkrum árum um líf- færagjafir úr föngum sem teknir voru af lífi fyrir morð. „Í fréttinni kom fram að nánast enginn hafði áhuga á að fá gefins líffæri úr þessum föngum. Neðan- máls í fréttinni var þess svo getið að stór hluti líffæraþega telja sig hafa öðlast eitthvað fleira með hjartanu en sjálft líffærið. Þetta þótti mér mjög áhugavert og hóf að lesa mér betur til um þetta,“ segir Hildur og tekur fram að margar kenningar séu uppi um eðli þessara mála. „Ein kenningin er kölluð vöðva- minni. Sú kenning gengur út frá því að minni sé ekki bara í heil- anum, heldur geymist það í taug- um um allan líkamann. Þeir líf- færaþegar eru til sem fullyrða að slíkt eigi við rök að styðjast. En þetta er mjög umdeild kenning og í rauninni get ég ekki sagt til um hversu gild hún er, þar sem ég er ekki taugasérfræðingur,“ segir Hildur. Gagnrýnið tískublogg Þessi 26 ára gamli rithöfund- ur með meiru er líka borinn og barnfæddur Vesturbæingur, sem tók hinn dæmigerða rúnt í gegn- um Melaskóla, Hagaskóla og MR. Þó gengst hún fúslega við því að hafa „koksað“ á MR og flutt sig yfir í MH, þaðan sem hún útskrif- aðist og hélt svo á vit ævintýr- anna í útlöndum, meðal annars í Gvatemala, Berlín og Taívan, en á síðast nefnda staðnum nam Hildur kínversku í eitt ár. Aðspurð segist hún alla tíð hafa lesið mikið en átján ára gömul hafi hún, af einhverjum ástæð- um, byrjað að stinga niður penna við minnsta tilefni af mikilli ákefð og einbeitingu. „Ég ákvað bara að byrja að skrifa og hef skrifað stöð- ugt síðan. Ég verð alltaf að vera skrifandi, því annars líður mér hallærislega,“ viðurkennir hún. Hildur tiltekur þennan mikla áhuga sinn á skriftum af flestu tagi sem einn helsta hvatann fyrir uppfinningu hliðasjálfsins H og tískubloggsins (tiskublogg.blog- spot.com) sem vakið hefur mikla Sífellt verið að draga fólk í dilka Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir hefur vakið athygli fyrir tískublogg þar sem hæðst er að lífsstílsumvöndunum hvers konar og gagnrýnt undir dulnefni, en á næstu mánuðum koma út tvær bækur eftir hana. Kjartan Guðmundsson hitti Hildi í kaffi. GAGNRÝNI „Í fyrstu þótti mér þessar lífsstílssíður ekki nein sérstök þjóðfélagsmein. Eftir að hafa kynnt mér efni þeirra betur þá fór mér að blöskra innihaldið og skilaboðin sem í þeim felast,“ segir Hildur um vinsælar tísku- og lífsstílsbloggsíður á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI athygli síðustu mánuði eins og áður sagði. Þá var hún að bíða eftir því að fá handrit skáldsögunnar til baka frá ritstjóra og vantaði í raun nýjan vettvang til að svala ritfýsn- inni. Í þágu þeirra sem ókunnugir eru tískubloggi H er rétt að taka fram að í raun er alls ekki um eigin legt tískublogg að ræða. Þvert á móti er þar á ferð gagnrýni á sjálft fyrirbærið, sett fram á gaman- saman hátt, þar sem dregin er upp mynd af tískumeðvituðum síðuhaldaranum sem einu ýktasta, innantómasta, hégómlegasta og blátt áfram siðlausasta eintakinu í flórunni. Sem slíkt hefur H veitt lesendum sínum ráðleggingar um hegðun, atferli og framkomu svo eftir hefur verið tekið og jafnvel vakið hörð viðbrögð hjá sumum. Skilaboðin síast inn Hugmyndina að tískublogginu fékk Hildur þegar hún tók sig til einn daginn og skoðaði nokkrar tísku- og lífsstílsbloggsíður, jafnt innlendar sem erlendar. „Tískubloggsíðurnar snúast meðal annars um að fólk kaup- ir hluti, föt, snyrtivörur, innan- stokksmuni og slíkt, raðar þeim saman, tekur myndir af herleg- heitunum og birtir á síðunum sínum. Margar af þessum síðum eru gríðarlega vinsælar og ég botna ekki alveg í því. Þær eru svo rosalega neyslumiðaðar og hvetja í raun fólk til að skilgreina sig sam- kvæmt hlutunum sem það kaupir,“ segir Hildur og bætir við að henni hafi ekki síst blöskrað þau skila- boð sem send eru til kvenna á téðum tísku- og lífstílssíðum. „Það er í raun verið að segja konum hvað þær eiga að kaupa, hvernig þær eiga að vera, hvernig kærasta þær eiga að ná sér í, hvað á ekki að segja á Facebook eða í rúminu og allt eftir því. En þetta er ekki bara á netinu. Flestir fjöl- miðlar eru með einhverja tegund af stelpuhorni, þar sem ætlun- in er að fjalla um allt sem konur hafa áhuga á, en það eru nán- ast eingöngu föt og snyrtivörur. Ef einhver kona er að gera eitt- hvað áhugavert, þá er langlíkleg- ast að viðtal við hana í blöðum og sjónvarpi fjalli um það hvar hún kaupir fötin sín, eins og það sé í raun merkilegra en það verkefni sem hún fæst við hverju sinni. Á þessa tilhneigingu er ég að deila í tískublogginu.“ Hildur segist þó aðspurð ekki vera viss um hversu mikil áhrif lestur slíkra skrifta hefur á les- endur þeirra. „Ég veit ekki hversu móttækilegir þessir lesendur eru, en skilaboðin hljóta að síast inn hægt og rólega þegar þau dynja á fólki. En auðvitað eru þessar síður einungis einn angi af mun stærra mengi í samfélaginu sem leitast sífellt við að draga fólk í dilka.“ Alhæfingar allsráðandi Hildur segir alhæfingar um kynin, á borð við þær sem sé að finna á tísku- og lífstílssíðum á borð við Pjattrófurnar á Eyjunni, Bleikt. is og fleiri, séu líka allsráðandi í umræðu um femínisma hér á landi. „Ég byrjaði með ádeilubloggið af mjög femínískum ástæðum og bjóst því þess vegna við harðari viðbrögðum við því. Að sjálfsögðu er ekkert óvinsælla en femínisti á internetinu. En kannski greina ekki allir femínismann í blogginu mínu. Það helgast líklega af þeirri tilhneigingu að setja alla femínista undir sama hatt, þegar raunin er sú að femínisminn á sér marga anga, misróttæka, sem hafa gott af því að takast á. Ég hef reyndar afar litla þolinmæði við að leggja mig eftir því þegar umræðan fer út í öfgar, eins og gerðist þegar Sóley Tómasdóttir var með opið ummælakerfi á bloggsíðunni sinni. Ég dey alltaf pínulítið inni í mér þegar ég sé komment á borð við „Ertu með sand í píkunni?“ eða „þú verður bara að láta ríða þér almennilega“. Svo fann einhver upp á þessu stórfurðulega hug- taki „öfgafemínismi“, sem ég skil alls ekki. Hvernig getur femín- ismi verið öfgakenndur þegar hann hvetur, í besta falli, til jafnr- ar skiptingar?“ Verður að vinna með öðru fólki Eftir að hafa stefnt að því stóran hluta ævinnar að starfa við skrift- ir segir Hildur það dálítið fyndna tilhugsun að á næstu mánuðum verði gefnar út tvær bækur eftir hana. Þegar hún bætir því svo við að þótt rithöfundastarfið búi yfir mörgum kostum geti hún vart hugsað sér annað en að vinna líka daglega með öðru fólki, eins og raunin er með starf hennar á aug- lýsingastofunni, liggur beint við að spyrja hvort núverandi staða hennar sé ekki nokkurs konar draumaaðstaða. „Jú, í rauninni er hún það,“ er svarið. „En ef allt klikkar þá hætti ég bara á toppnum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.