Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 41
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 F eðgarnir Carlos og Tumi Ferrer taka báðir þátt í Íslandsmóti kaffibarþjóna í Smáralind um helgina. Þeir keppa þó ekki hvor á móti öðrum heldur keppir Carlos í flokknum kaffi í góðum vínanda og Tumi á Íslandsmóti kaffibarþjóna. Carlos á titil að verja í sínum flokki frá því í fyrra en Tumi er tvöfaldur Íslands- meistari í fagsmökkun á kaffi. Ingi- björg Ferrer, systir hans, er hins vegar núverandi Íslandsmeistari kaffibarþjóna en systkinin munu þó ekki berjast um titilinn enda- Ingibjörg á ferðalagi um Suður- Ameríku. Feðgarnir starfa báðir sem kaffibarþjónar á Kaffitári en auk þess stundar Tumi nám í ritlist við Háskóla Íslands. Carlos segir kaffiáhugann í sínu tilfelli eiga sér djúpar rætur en hann var farinn að drekka kaffi við þriggja, fjög- urra ára aldur. „Ég bjó í Þýska- landi fyrstu ár ævi minnar og þar þótti eðlilegt að börn fengju kaffi út í mjólkina sína líkt og hefur tíðkast í sveitum á Íslandi um aldir. Sjálf- um finnst mér ótækt ef börn eru ekki farin að hella upp á um sjö ára aldur,“ segir hann og hlær. Tumi byrjaði að drekka kaffi með mik- illi mjólk og sykri sjö ára en segir það þó aðallega hafa verið til að fá viðurkenningu hinna fullorðnu. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vinna við þetta fyrir fjórum árum að áhuginn kviknaði fyrir alvöru.“ Carlos hóf störf sem kaffibar- þjónn síðastliðið haust. „Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og útbúa kaffi og ákvað því að spreyta mig á þátttöku í keppn- inni.“ En hvernig fer hún fram fram? „Ég hef átta mínútur til að búa til tvo drykki, annan kald- an og hinn annað hvort heitan eða volgan. Lögð er áhersla á að það sé jafnvægi á milli kaffis og vínanda og að ferskleiki og gæði kaffis- ins komi í gegn. Þá eru gefin stig fyrir frumleika enda er leitast við að drífa fagið áfram. Auk þess þarf annar drykkjanna að tengjast land- inu þar sem heimsmeistarakeppn- in verður haldin en hún er í Hol- landi að þessu sinni.“ Í fyrra var keppnin haldin í Bretlandi og hafn- aði Carlos í áttunda sæti. „Ég setti saman drykk með tómötum, sykri, papriku og chili og fyllti upp með bjór. Tumi þarf hins vegar að útbúa fjóra espresso og fjóra cappuchino ásamt frjálsum drykk og hefur til þess fimmtán mínútur.“ Keppnin í kaffi með góðum vín- anda fór fram í gær en kaffibar- þjónakeppnin stendur frá 13 til 17 á sunnudag. Nánari upplýsingar er að finna á www.kaffibarthjona- felag.is. vera@frettabladid.is Feðgar keppa í kaffilist FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Feðgarnir Carlos og Tumi Ferrer keppa báðir á Íslandsmóti kaffibarþjóna um helgina. Vefurinn Allir.is hefur að geyma hagnýtar upplýsingar af ýmsu tagi. Þar er meðal annars að finna yfirgripsmikið yfirlit yfir alls kyns afþreyingu sem er upplagt að kynna sér á frídögum. Má þar nefna yfirlit yfir ferðaþjónustuaðila, fjöl- skyldugarða, söfn, veitingastaði og útivistarparadísir.                           !  ! "##$ $% &  !# !   !!  # ' ( )* ) !) +,)-.  Laugavegi 63 • s: 551 4422 Vorfrakkarnir komnir skoðið sýnishorn álaxdal.is Mjúkir dagar 30% afsláttur af öllum handklæðum Handklæðin eru ofin úr 100% Pima bómull Stærð 70x140 áður 2.890, nú 1.990 kr Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Tilboðin gilda til 12. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.