Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 26
5. mars 2011 LAUGARDAGUR26 T hor Vilhjálmsson fæddist í Edinborg 12. ágúst 1925, sonur hjónanna Guðmundar Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra og Kristínar Thors. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1944, stundaði nám við norrænudeild Háskóla íslands 1944-1946, við Háskólann í Notting- ham í Englandi 1946-1947 og við Sorbonne-háskóla í París 1947-1952. Thor var bókavörður við Lands- bókasafnið 1953-55 og starfsmaður Þjóðleikhússins frá 1956-1959. Hann vann einnig sem leiðsögumaður og fararstjóri Íslendinga erlendis. Thor gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir rithöfunda og listamenn, hann var meðal annars í stjórn Rithöfundasambands Íslands frá 1972-1974 og forseti Bandalags íslenskra listamanna frá 1975- 1981. Þá sat hann í þjóðfulltrúaráði Samfélags evrópskra rithöfunda 1962-1968, í framkvæmda- stjórn Listahátíðar í Reykjavík 1976-1980 og í undir- búningsnefnd kvikmyndahátíðar 1978 og 1980. Hann var stjórnar meðlimur Alliance Francaise árum saman. Thor var einn stofnenda Bókmenntahátíðar í Reykjavík og sat í stjórn hátíðarinnar frá upphafi. Hann var formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár og var um tíma formaður íslenska PEN-klúbbsins. Thor var einn stofnenda menningartímaritsins Birt- ings árið 1955 og sat í ritstjórn þess til 1968. Fyrsta skáldverk Thors, Maðurinn er alltaf einn, kom út árið 1950 og síðan sendi hann frá sér fjölda verka af ýmsu tagi, skáldsögur, smásög- ur, ljóð og ferðasögur auk fjölda greina og pistla um menningu og listir. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars hlaut hann bæði Menningarverðlaun DV í bók- menntum og Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir 1986 og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Morgunþulu í stráum 1998. Verk hans hafa verið þýdd á fjöl- mörg erlend tungumál. Thor þýddi einnig verk eftir erlenda höfunda á íslensku, meðal annars eftir Umberto Eco og André Malraux. Árið 1992 hlaut Thor bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar, sem oft eru nefnd Litlu Nóbels- verðlaunin, fyrir ritstörf. Hann fékk einnig fleiri erlendar viðurkenningar, meðal annars var hann heiðursborgari í franska bænum Rocamadour, hlaut frönsku orðuna Chévalier de l‘art et des lettres og ítalska orðu, Cavaliere dell‘Ordine dello Merito. Í desember síðastliðnum var hann gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Thor var kvæntur Margréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Ríkisútvarpsins, og saman eignuðust þau tvo syni: rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson og Örnólf Thorsson forsetaritara. Ógleymanlegur sem skáld og manneskja Thor Vilhjálmsson rithöfundur lést 2. mars. Hann var einn okkar merkustu rithöfunda, litríkur persónuleiki sem setti svip á borgarlífið og gleymist ekki þeim sem hann hittu. Friðrika Benónýsdóttir ræddi við nokkra samferðamenn Thors um ólíkar hliðar skáldsins. Einar Kárason rithöfundur „Við Thor vorum búnir að vera vinir undanfarin þrjátíu ár. Við störfuðum saman á mörgum sviðum, hann fékk mig til dæmis inn í stjórn Bók- menntahátíðar þegar ég var tæplega þrítugur – með þessum eldri og vitrari, honum, Einari Braga og fleirum, og við vorum saman í þeirri stjórn æ síðan. Það gat verið mjög skemmtilegt að vera með honum á fundum. Hann var alveg logandi af áhuga fyrir því sem hann vildi berjast fyrir og alltaf tilbúinn að hella sér algjörlega í það, en það kembdi nú ekki aftur af honum þegar kom að hinu praktíska. Enda kominn yfir miðjan aldur þegar við fórum að vinna saman og búinn að standa í alls konar stússi. Hann var einn af stofnendum Bókmenntahátíðar og hafði mikinn metnað fyrir því verkefni og ákveðnar skoðanir á mönnum, bæði jákvæðar og neikvæðar, og gat verið mergjaður í tali þegar svo bar undir. Ég kom inn í stjórn Rithöfundasambandsins þegar ég var 26 ára, ásamt nokkrum öðrum sem Thor studdi mjög og hann var alla tíð mjög dyggur og öflugur stuðningsmaður á þeim vettvangi. Hann gat líka verið mjög fyndinn og skemmtilegur. Ég man eftir því þegar ég var kosinn formaður Rithöfunda- sambandsins 33 ára gamall, þá kom Thor og klappaði mér á öxlina og sagði að ég skyldi ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu, ég væri jafngamall og Kristur var þegar hann var krossfestur. Við vorum líka saman í stjórn PEN-klúbbsins og það gat verið bæði skemmtilegt og svolítið sérkennilegt á köflum, en það gat verið mjög sögulegt og eftirminnilegt að ferðast með honum. Bæði var hann svo skemmtilegur og fyndinn og svo gat líka verið mikið Sturm und Drang, eins og Þjóðverjar kalla það, í kringum hann. En hann var mjög traustur vinur. Okkur gat oft sinnast og við hreytt skætingi hvor í annan á fundi en það var alltaf gleymt þegar við hittumst næst og hann tók manni alltaf fagnandi.“ FÉLAGSMÁLAFRÖMUÐURINN THOR Benedikt Pálsson, júdófélagi Thors í 35 ár „Thor var ótrúlega kappsamur júdómaður og þoldi illa að tapa. Hann var geysilega líkamlega sterkur og gaf aldrei eftir. Þótt ég væri bæði Íslandsmeistari og Evrópumeist- ari og nærri tuttugu árum yngri en hann trúði hann því ekki að ég gæti unnið hann og ég verð að viðurkenna að ég átti oft fullt í fangi með hann. Hann var að glíma við menn sem voru tuttugu til þrjátíu árum yngri alveg fram á síðasta dag og þeir höfðu ekkert í hann. Við æfðum saman einu sinni til tvisvar í viku í öll þessi ár og hann sagði mér margar sögur af hinum og þessum með sínum ótrúlega sérstaka húmor. Hann var fljótur til svars og lét engan eiga inni hjá sér. Einhvern tíma vorum við í heita pottinum með Steingrími Hermanns- syni heitnum og hann fer eitthvað að spyrja Thor hvað hann sé alltaf að gera í þessu júdói. Thor svarar á móti og segir að Steingrímur hefði nú gott af því að stunda júdó sjálfur. Steingrímur segist þá kannski bara byrja á því þegar hann verði sextugur. „Já, þú heldur að þú verðir kannski orðinn nógu þroskaður til þess þá,“ svarar Thor að bragði. Thor var stór í sniðum á allan máta og mjög sérstök persóna. Orðatiltækin hans voru alveg sérstök og ég á eftir hann margar vísur sem runnu upp úr honum við ýmsar aðstæður. Hann var yndislegur maður og ég elskaði hann út af lífinu.“ JÚDÓKAPPINN THOR Ástráður Eysteinsson, prófessor „Slóðin langa sem Thor Vilhjálmsson lagði að baki á Jakobsveginum um árið er um sumt dæmigerð fyrir rit- höfundarferil hans. Áttræðir menn fara alla jafna ekki í átta hundruð kílómetra gönguferð, en sem ferðalangur og listamaður hafði Thor til að bera styrk, þrautseigju og andlega burði til að taka stórum áskorunum og standast þær. Rithöfundarferill Thors er hins vegar ekki Jakobs- vegur, heldur leið sem hann ruddi sjálfur og á eigin for- sendum. Hann fagnaði þeim lesendum sem fundu þessa slóð og fylgdu henni um hríð, en aldrei hvarflaði að honum að skrifa skáldskap samkvæmt markaðskröfum. Hann var félagsvera, hrókur alls fagnaðar, sinnti ábyrgðarstörfum í ýmsum samtökum, skrifaði um list- sköpun annarra manna og um samfélagsmál, og hann þýddi merk skáldverk úr fimm tungumálum. En fyrst og síðast var hann byltingarmaður í íslenskum bók- menntum; fyrst í smásagnagerð, síðan í ferðasögum og síðast en ekki síst í skáldsagnagerð. Og í öllum þessum textum er einnig tónskáld, myndlistarmaður og ljóð- skáld að verki. Textar Thors geta virst tilraunakenndir og sprottnir af hugarflugi og spuna, en þegar að er gáð býr vandvirkni og alúð í dirfskunni. Um leið og hann kann- aði vegferð mannsins í viðsjálum heimi – í erlendum borgum, á slóðum íslenskrar náttúru og í turnleikhúsum hvarvetna – varð íslenskt tungumál stórkostlegt hljóðfæri í meðförum hans.“ FRUMKVÖÐULLINN THOR Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld „Thor hafði mikil áhrif á mig, bæði sem manneskja og skáld. Hann var til dæmis fyrsti alvörurithöfundurinn sem kom til mín eftir upplestur, hrósaði mér, tók í hendina á mér og kynnti sig. Það fannst mér hafa rosalega mikið að segja. Mér fannst ég hafa verið samþykkt inn í þann félagsskap sem mig langaði mest að tilheyra á þeim tíma. Hann lagði sig alltaf eftir því að fylgjast með ungskáldum og hvetja þau til dáða. Þá hafði ég reyndar ekki lesið neitt eftir hann, hafði gleypt þá tuggu að hann væri svo þungur og óskiljanlegur, tekið þá ákvörðun að verkin hans væru ekkert fyrir mig og aldrei lagt í að lesa hann. En auðvitað vissi maður af honum og leit upp til hans sem skálds. Seinna las ég Grámosinn glóir og líkaði vel. Ég las líka sjálfsævisögulegu verkin hans, Raddir í garðinum og Fley og fagrar árar, og hreifst af þeim. En mest áhrif hafa ljóðin hans og þýðingarnar haft á mig. Hann var ótrúlega flottur ljóðaþýðandi. Ég man alltaf eftir þýðingunni hans á „Tiger, tiger burning bright“ eftir Blake. Hún er alveg mögnuð. Ég heyrði hann líka oft lesa upp ljóðin sín, sem auðvitað er áhrifaríkast, og þau töluðu alltaf beint til mín. Þýðingar hans á verkum eins og Hlutskipti manns eftir André Malraux víkkuðu sjóndeildarhringinn sem og aðrar þýðingar eftir hann, enda þýddi hann oftast skáld sem maður hefði ekkert lesið annars. Ég var svo heppin að fara með honum í nokkrar upplestrarferðir erlendis og undir þeim kringumstæðum kynnist maður fólki á annan hátt en að hitta það hér heima. Ég á margar dýrmætar minningar um Thor úr þeim ferðum og hann verður mér ógleymanlegur, bæði sem manneskja og skáld.“ SKÁLDIÐ THOR FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.