Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 66
MENNING 6 Í slensk menningarpólitík er fyrsta yfirlitsritið þar sem íslensk menningarstefna og birtingarmyndir hennar eru greindar með skipuleg- um hætti. Að mati Bjarka er löngu tímabært að það sé gert. „Ég vildi reyna að opna á sam- ræður um þessi mál, hvernig menningarstefna er mótuð og hvernig henni er stýrt. Þessi bók getur vonandi þjónað sem eins konar útgangspunktur fyrir slíka umræðu.“ Það þarf kannski ekki að koma á óvart að íslensk menningarstefna sé ekki mikið í umræðunni hér á landi í ljósi þess að stjórnvöld hafa enga yfirlýsta menningarstefnu. „Það er ekkert opinbert stefnu- plagg, ólíkt því sem tíðkast víð- ast hvar á Norðurlöndum. Í Dan- mörku kemur til dæmis út rit þar sem gerð er grein fyrir efnislegum þáttum, af hverju á að gera þetta en ekki hitt og svo framvegis. Þessu er ekki að heilsa hjá ríkis- valdinu á Íslandi. En þótt stefn- an sé ekki orðuð þýðir það ekki að hún sé ekki til staðar. Ríkið leggur talsvert fé í ýmiss konar menningar starfsemi og til að finna stefnuna þarf að rýna í tölur um hvernig því fé er varið. Það væri mjög æskilegt ef stjórnvöld gæfu út skýra menningar stefnu, og ég veit að það stendur til. Það skapar ákveðinn umræðuvettvang, útgangspunkt sem getur verið erfitt að finna ein- göngu út frá tölum, það verður líka að vera skýr hugmynd á bak við stefnuna og það myndi bara gera menningarvettvangnum gott að tala um þessa hluti.“ Einsleit menningarvitund Áhrifamesta breytan í menningar- stefnu stjórnvalda hér á landi er að mati Bjarka hin alltumlykjandi íslenska menningarvitund, þar sem samþætting menningararfs, tungumáls og náttúru gegna lykil- hlutverki. „Ég eyði talsverðu púðri í að greina frumdrætti menningar- vitundarinnar og hvernig hún birt- ist í menningarpólitík nútímans. Þetta er alveg klárlega samþætt- ing af tungumáli, mjög sértækum lestri á menningararfi, sem snýst fyrst og fremst um bókmennta- og sagnaarf og náttúruna. Maður verður var við þetta víða í menningarstefnu hins opinbera, menningartengdri ferðaþjónustu og alþjóðlegri samvinnu, svo fáein dæmi séu nefnd. Þegar við fórum til dæmis með formennsku í nor- rænu ráðherranefndinni árið 2004 var gefin út skýrsla af því tilefni, þar sem menning og náttúra varð í aðalhlutverki. Markaðsarmurinn spilar líka inn á þetta, ekki síst þegar íslensk- ir listamenn eru kynntir á erlend- um vettvangi, þá föllum við mjög fljótt inn í þessa menningarvitund. Björk og Sigur Rós eru mjög nær- tæk dæmi, þar sem skírskotanir í íslenska náttúru og dulin öfl henn- ar eru notuð ósparlega til að búa til ákveðna markaðsímynd. Björk og Sigur Rós eru frábærir listamenn en þegar maður hlustar á tónlist þeirra leitar hugurinn ekki endi- lega til náttúrunnar eða íslensku menningarvitundarinnar, heldur kannski eitthvert allt annað. En það fer ekki á milli mála í hvaða átt ímyndinni er stýrt, hún er oft smættuð niður í einhverja klisju.“ Einhæfni ávísun á ógöngur Bjarki segir að vissulega geti það vel verið svo að Íslendingar séu einfaldlega þjóð sem leggi mikið upp úr menningararfi sínum og náttúru. „Og ekkert að því í sjálfu sér, nema að með því að einblína svona á þessa þætti horfum við ekki á hina möguleikana líka. Það er fullt af öðrum menningarkimum sem eiga réttmætt tilkall til umræðu líka. Ef við höldum okkur of fast við viðhorf sem hafa meira að gera með horfna tíma en nútímann er hætt við að menningarhugtakið staðni og við lendum í blindgötu. Hér er því mikilvægt að gæta jafn- vægis og skýr menningarstefna getur aðstoðað við slíkt.“ Bjarki segir að þegar sé farið að bera á leiða sumra erlenda gagn- rýnenda á menningarvitundinni í markaðssetningu íslenskra lista- furða. „Smám saman hverfur nýja- brumið og hvað þá? Við erum búin að draga 22 tonna ísjaka á Íslands- kynningu til Parísar. Hversu oft FRAMHALD AF FORSÍÐU MENNING BERGSTEINN SIGURÐSSON Grímur kokkur ehf | sími 481 2665 | grimurkokkur@grimurkokkur.is | www.grimurkokkur.is Munið eftir bolludeginum mánudaginn 19. febrúar Gríms fiskibollur eru hollar og góður kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna. þær eru fulleldaðar og þarf aðeins að hita upp í ofni eða á pönnu og innihalda aðeins um 1% fitu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.