Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 74
5. mars 2011 LAUGARDAGUR42 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 57 Allir landsmenn kannast við Sigmund Erni Rúnarsson, skáld og alþingis- mann, meðal annars af sjónvarps- skjánum. Nú fagnar kappinn fimm- tugsafmæli á morgun. Hvað finnst honum um það? „Ánægjulegt og spenn- andi,“ svarar hann glaðlega. „Fyrst og fremst þó þakklátur fyrir að hafa hald- ið heilsu í þessa hálfu öld. Maður bugt- ar sig fyrir því láni. Ég tel líka forrétt- indi að hafa fengið að upplifa marga merkilega parta Íslandssögunnar sem blaða-og fréttamaður og nú síðustu tvö ár á hinum pólitíska vettvangi.“ Sigmundur er fæddur og uppalinn á Syðri-Brekkunni á Akureyri. „Æsku- heimilið var í efri mörkum bæjarins og ég bjó við mikið frelsi. Var með kanínurækt og gat rennt mér á skíð- um beint ofan úr Hlíðarfjalli heim að dyrum. Þá voru enn við lýði uppreim- aðir skór og gormabindingar svo auð- velt var að ganga á skíðunum eftir þörfum. Svo komu plastklossarnir og þá var maður geirnegldur niður.“ Heimdraganum hleypti Sigmund- ur tvítugur að aldri. „Ég ákvað það ungur maður að hafa skriftir að megin- starfi og strax að loknu stúdentsprófi mynstraði ég mig inn á Vísi. Ritstjór- anum, Ellert B. Schram, leist þokka- lega á þennan norðanpilt og réði hann á stundinni. Þar með voru örlög ráðin.“ Ungur kveðst Sigmundur hafa byrj- að að yrkja. „Ég átti því láni að fagna að alast upp undir handarjaðri ömmu minnar sem orti, eins og margar alþýðukonur, fyrir eldhússkúffuna. Hún kenndi mér íslenska hrynjandi því hún reri mér inn í íslensk kvæði.“ Allar ljóðabækur Sigmundar, sjö talsins, birta þó hið frjálsa form. Hefur hann ekkert nýtt sér kveðskaparkunn- áttuna frá ömmu? „Jú, ég yrki býsnin öll með hefðbundnum bragarháttum og einhvern tíma ætla ég að gefa það út. En ný ljóðabók er í vændum á þessu afmælisári. Vandamálið er að níu ár eru frá því sú síðasta kom út, ég hef skrifað þrjár aðrar bækur í millitíð- inni, og því er orðið úr svo miklu að velja; ljóð á servíettum, pappaspjöldum og í ótal litlum minnisbókum sem ég hef gengið með í vösunum.“ Þingmennskan er skemmtilega skrít- ið starf að sögn Sigmundar Ernis og svo tímafrekt að auðvelt er að láta það stela sér frá fjölskyldunni. Hann segir þingmenn í meira sambandi við kjósendur sína en margan gruni og úrlausnarefnin séu mörg. Ekki vill hann þó kalla sig fyrirgreiðslupólitíkus heldur eðlilegan umbótapólitíkus. „Ég vona að ég byggi meira upp en ég ríf niður,“ segir hann með áherslu. Fimm börn Sigmundar sem eru á lífi og eiginkonan Elín Sveinsdóttir undirbúa nú stórafmælið með honum. „Ég ætla bara að vera heima í faðmi fjölskyldu og vina,“ segir hann. „Og eiga ljúfa stund hér niðri við Grafar- voginn.“ gun@frettabladid.is SIMMI FIMMTUGUR „Ný ljóðabók er í vændum á þessu afmælisári,“ segir þingmaðurinn með hið mæta húsdýr Pílu á öxlinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓN ORMUR HALLDÓRSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR er 57 ára. „Hamingjan er alveg ópólitísk. Hún lærist heldur ekki í skólum.“ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðlaugar Ólafsdóttur Lækjasmára 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi og á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Roðasölum, fyrir frábæra umönnun. Jón A. Þórarinsson Guðný Rut Jónsdóttir Lárus Valberg Ólafur Haukur Jónsson Inga Lára Helgadóttir Arnfinnur Sævar Jónsson Helga Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 90 ára afmæli Tómas Grétar Sigfússon, Kelduhvammi 1, Hafnarfi rði verður níræður mánudaginn 7. mars. Hann fæddist að Hurðarbaki í Flóa árið 1921 og ólst upp á Eyrarbakka með foreldrum sínum og yngri systkinum. Grétar reri í áratugi frá Þorlákshöfn, lengst af vélstjóri á Friðrik Sigurðssyni. Hann vann síðustu starfsárin í álverinu í Straumsvík. Hann og eiginkona hans Sigríður Gunnarsdóttir taka á móti gestum í Haukahúsinu í Hafnarfi rði á afmælisdaginn frá kl. 16.00 til kl. 19.00. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar Martin J. Bevans Tallahassee, Florida f.h. fjölskyldu og vina Guðfinna (Dunda) BevansÚtfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Guðlaugur Þ. Jóhannesson rafvirkjameistari, lést á líknardeild Landakotsspítala þann 21. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þann 8. mars kl. 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á líknar- deild Landakotsspítala og blóðlækningadeild 11G á Landspítalanum. María Másdóttir Már Guðlaugsson Sigrún Sif Karlsdóttir Kristófer Másson Tryggvi Másson Þórir Guðlaugsson Andri Snær Þórisson Sævar Þór Þórisson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorfinnur Tómasson ökukennari á Selfossi, sem lést á Fossheimum þriðjudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Skúli Valtýsson Hjördís Þorfinnsdóttir Agnar Pétursson Kristín Þorfinnsdóttir Kristinn Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og afi Snorri Gíslason Skeljagranda 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 2. mars. Útför fer fram frá Laugarneskirkju þann 11. mars kl. 11.00. Anna Stella Snorradóttir Þórður C. Þórðarson Áki Snorrason Una Snorradóttir Pétur Sveinsson og barnabörn. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON: FIMMTUGUR Á MORGUN Ég er umbótapólitíkus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.