Fréttablaðið - 10.03.2011, Síða 55

Fréttablaðið - 10.03.2011, Síða 55
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 39 Tónlistarmaðurinn Morrissey heldur í tónleika- ferðalag um Bretland í júní sem endar á því að hann verður aðalatriðið á Hop Farm tónlistarhátíð- inni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Morrissey kemur fram á frá árinu 2009, en hann virðist vera að vakna úr dvala. Útgáfurisinn EMI tilkynnti í janúar að safn- platan The Very Best of Morrissey kæmi út í apríl á þessu ári. Ólíkt mörgum öðrum slíkum plötum er þessi unnin í samstarfi við listamanninn, en útgáfufyrirtæki gefa oft út „best of“-plötur án samráðs við tónlistarmennina til að klára við þá samninga. „Best of“-plötur með The Smiths, sem Morrissey leiddi á níunda áratugnum, og Radio- head hafa til að mynda komið út í óþökk hljóm- sveitanna. Morrissey velur sjálfur myndina á umslag The Very Best of Morrissey. Þá verður lagið Glamorous Glue endurhljóðblandað og gefið út meðfram plöt- unni ásamt tveimur b-hliðum. - afb VAKNAÐUR Lítið hefur farið fyrir Morrissey undanfarin misseri. Morrissey snýr aftur á svið Leikkonan Gwyneth Paltrow á í viðræðum við útgefandann Atlan- tic Records um að gefa út kántrí- plötu. Paltrow söng lagið Com- ing Home úr myndinni Country Strong á Óskarsathöfninni fyrir skömmu, auk þess sem hún kom fram á Grammy-hátíðinni ásamt Cee Lo Green. Ef Paltrow semur við Atlantic Records bætist hún í hóp stjarna á borð við Kid Rock og James Blunt sem eru á mála hjá fyrirtækinu. Leikkonan, sem er gift Chris Martin söngvara Coldplay, hefur lýst yfir áhuga á að vinna með rapparanum Jay-Z sem er góður vinur Martins. Paltrow með kántríplötu GWYNETH PALTROW Leikkonan á í samningaviðræðum við Atlantic Records. Hljómsveitin Rökkurró er á leið- inni í stutta tónleikaferð um Evr- ópu þar sem spilað verður á átta tónleikum. Þeir fyrstu verða á staðnum Windmill í London 13. apríl en þeir síðustu í Engeles- burg í Þýskalandi 21. apríl. Ferð- inni verður einnig heitið til Hol- lands og Belgíu. Á tónleikunum verður fylgt eftir annarri plötu sveitarinnar, Í annan heim, sem kom út í fyrra. Um upptökustjórn hennar sá Alex Somers, kærasti og samstarfsmaður Jónsa í Sigur Rós. Fyrsta plata Rökkurróar, Það kólnar í kvöld, kom út árið 2007 við góðar undirtektir. Tónleikaferð um Evrópu RÖKKURRÓ Hljómsveitin er á leiðinni í stutta tónleikaferð um Evrópu. Russell Brand fer fögrum orðum um varir eiginkonu sinn- ar í nýlegu viðtali. Leikarinn breski giftist söngkonunni Katy Perry í október á síðasta ári og lætur hafa eftir sér að þegar hann kyssi varir Perry sé eins og hann fari í gegnum göng að öðrum heimi. Spurður út í var- irnar á konu sinni segir Brand: „Þær eru eins og ferð til para- dísar! Göng inn í annan heim. Þær eru endurlausn! Dýrð! Þær eru eins og ljóð!“ Miðað við yfir- lýsingarnar má gefa sér að sam- band þeirra Brand og Perry gangi vel, en slúðurmiðlar vest- anhafs hafa haldið því fram und- anfarið að hjónabandið standi á brauðfótum. Dýrkar varir Perry HAMINGJA Russell Brand og Katy Perry kveða í kútinn sögusagnir um að hjónabandið standi á brauðfótum. NORDICPHOTOS/GETTY Kynnum nýju Skin Ergetic andlitsdropana og Oil Therapy línuna fyrir líkamann. Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 6.900 krónur eða meira: ~ Aquasource rakakrem 20 ml ~ Nýr Biocils augnfarðahreinsir 30 ml ~ Oil Therapy 75 ml sturtusápa með olíum sem hreinsar, nærir og gefur silkiáferð. ~ Oil Therapy Baume Corps 75 ml nærandi líkamskrem. ~ Biomains handáburður 20 ml ~ Biosource andlitshreinsir ferðastærð 20 ml Verðmæti kaupaukans 8.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka *Meðan birgðir endast á kynningunni. Einn kaupauki á viðskiptavin. Þrjár náttúrulegar olíur með apríkósu- og ferskjuilmi gæla við húðina sem verður djúpnærð, mjúk og fær aukinn ljóma Oil Therapy BIOTHERM DAGAR Í DEBENHAMS 10. – 16. MARS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.