Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1924, Page 6

Sameiningin - 01.05.1924, Page 6
132 Þórður Sigmundsson og dánargjafir Kans. í Gardar-bygS í NorÖur Dakota andaÖist þann 3. apríl síð- astk bóndinn ÞórSur Sigmundsson, úr lungnabólgu. Hafbi hann legið rúmfastur á aÖra viku, áður en hanrí lézt. Átti hann enga nákomna ættingja hér vestra, og kona hans, Ásta, var dá- in nokkrum árum á undan honum. Hánn var 62 ára, er hann lézt, fæddur 18. janúar 1862. ÞórSur mun hafa verið ættaður úr Suður-Múlasýslu á ís- landi. Ekki er mér kunnugt um ætt hatts eöa heimilisfang þar. Hingað vestur mun hann hafa flutt fyrir 30 árum eða meir, og settist hann aö í íslendingabygðinni i nor'ðausturhluta Norður Dakota ríkis. Fyrst í nokkur ár var hann í svokallaðri Fjalla- bygð og síðan ávalt í Garðarbygð. Þar kvæntist hann Ástu Ól- afsdóttur Jónassonar um aldamótin, og bjuggu þau í suðurhluta Garðarbygðar allan samverutima 'sinn. Ásta var heifsutæp mjög, en sambúð þeirra hjóna var hin ástúðlegasta, og sýndi Þórður konu sinni hina nákvæmustu umhyggju og hluttekningu í löngu veikindasfríði hennar. Saknaði hann hennar mjög, og var aldrei sami maður aftur eftir fráfall hennar. Þórður var gcðum hæfileikum gæddur, og hafði hann afl- að sér víðtækrar sjálfsmentunar, þó aldrei ætti hann kost á að sinna skólanámi. Hann var vel að sér í íslenzkum fræðum, og unni þeiin mjög. Eftir að hingað vestur kom, fór hann að leggja sig eftir því, að lesa ensku, og tókst honum það ávo vel tilsagnarlaust, að hann hafði fult gagn af lestri enskra bóka, jafnvel um erfið efni. Var hann merkilega víðlesinn og hafði hann hugsað mikið um það, setn hann las, og var alt af að velta fyrir sér þeim viðfangsefnum, sem urðu fyrir honurn í menn- ingarsögu mannanna. Varð þetta til þess, að auðkenna hann, og var honum mjög ljúft aö geta rætt slík áhugamál sín, ef tækifæri gafst. En þó Þórður væri bókhneigður og hefði eflaust notið sin bezt, ef hann hefði getað aflað sér mentunar og gefiö sig við bóklegum fræðum, þá var hann einnig iðjumaður og mjög sýnt um margt, er laut að því verklega. Fyrstu árin hér vestra vann hann hjá öðrum, og gat hann sér hinn bezta orðstir fyrir trú- mensku og dygga þjónustu. Hann var samhaldssamur á efni sín, en mjög vægur i kröfum hvað kaupgjald snerti. Er hann smám saman komst yfir efni, leituðu margir til hans um

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.