Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 25
151
ebki kalt í veöri; vætan seitlar og drýpur ofan trén uppi yfir honum.
Meðan ;hann er aö velta því fyrir sér, 'hvernig á þessu magnleysi
standi, getur hann ekki öðru sint, og gleymir þá óhljóðinu, sem áður
kvaldi hainn. En áður en langt um tiður heyrir hann þaö aftur.
‘'Jæja, Davíð minn,” segir hann þá við sjálfan sig. “Nú þarftu ekki
að liugsa til að leggja á flótta undan þessum ófagra söng; nú verður
þú að taka á því, sem til er, og reyna að þola hann.”
l>að er hart aðgöngu iheilbrigðum manni, sem kennir sér einskis
meins, að verða að sætta sig við aö liggja kyrr og geta ekki hreyft
legg né lið. Hvað eftir annaö reynir :hann fyrir sér, hvort hann
get ekki svo mikiö sem krept einn fingur eða deplaði augunum. En
það tekst ekki. Allar hreyfingar eru jafn-ógerlegar. Hann fer að
\relta því fyrir isér, hvernig hann áður hafi farið að, meðan hann
mátti hrærast. Honum finst svo sem hann ihafi einhvern veginn týnt
aðferðinni.
Alt af er ólhljóðið að færast nær og nær. Það er nú ekki lengra
frá en svo, að hann .heyrir glögt, aö vagnskrölt er það, og færist 'hægt
og hægt 'ofan Aðalstræti í áttina til torgsins. En mikið hræðilegt
skrapatól hlýtur það að vera, sem1 þar er á ferð. Ekki er nóg með
það, að járnin ýskri og tísti; nú heyrir hann líka marra og braka
í hverju tré, og klárinn skrikar í ihverju spori á steinlagðri götunni.
Það gæti ekki verra verið, þó að Helreiðarfjandinn væri að koma,
sem hann gamli kunningi hans hafði mestan ýmugust á.
“Við erum ekki vanir þvi, Davíð minn,” segir hann við sjálfan
sig, “að hafa mikið dálæti á lögreglumönnum. En nú skydlum -við
þakka fyrir, ef þeir sýndu rögg af sér og gerðu enda á þessum
ólátum.”
Davíð hafði oft stært sig af því, að hann væri léttlyndur. En
nú uggir hann, að alt sitt léttlyndii sé að fara út um þúfur; það stenz-t
ekki þennan söng og alt annað, sern fyrir hatin ihefir borið þetta
kvökl. Hann gerir sér herfileg heilabrot um það, að riú finnist
hann þarna, verði talinn dauður og borinn burt. kistulagður og graf-
inn. “Og þá fær þú að heyra alt, sem sagt verður yfir líkinu, og
hæpið er, hvort það lætur betur í eyrum, en liitt, sem þú nú verður
að hlusta á.”
Ot úr þessu dettur honum Jódiís “systir” í ihug. Ekki svo að
skilja, að hann ásakaði ,sig fyrir neitt hennar vegna, heldur sárnaði
honum, að !hún skyldi vinna eins konar sigur áj honum.
Óhljóðið skefur innan eyrun og sker í hjartað. Enga iðrun vekur
það þó fyrir það, sem hann hefir ilt gert öðrum mönnum, heldur ýfir
gremju hans út af öllu því, er aðrir menn hafa gert honum til
miska.
Þegar hann er sem óðast að barma sér um þetta, setur hann alt
i einu hljóðan og hlustar gaumgæfilega drvkklanga stund. “Nei,
þaö bregzt mér ekki,” segir hann við sjálfan sig. Kerran er komin
Aðalstræti á enda ,en hefir ekki haldið áfram niður á1 torgið. Klár-
inn er hættur að skrika á kúptum götusteinum og er kominn á möl-