Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 38

Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 38
4 matur MARENGS 5 eggjahvítur 250 g sykur ½ tsk. ljóst edik ¼ tsk. salt ¼ tsk. vanilludropar Þeytið eggjahvítur í 3 mín. Bætið sykri, ediki, salti og vanilludropum saman við og þeytið áfram. Setjið bökunarpappír og marengsblönd- una í hringform og bakið við 150°C í um klukkustund. Slökkvið á ofn- inum og leyfið að kólna yfir nótt. SVAMPBOTNAR 4 egg 150 g sykur 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur vel saman Bætið hveiti og lyftidufti hægt út í. Blandið með sleif. Setjið bökunar- pappír og deig í 2 hringform og bakið við 180°C í 15-20 mín. FYLLING 6 matarlímsblöð 200 g frosin hindber, látin þiðna og söxuð gróft ½ dl jarðarberjasafi 5 eggjarauður 5 msk. sykur ½ l þeyttur rjómi Setjið matarlímsblöð í kalt vatn í 20 mín. Sigtið hindber til að taka umfram vökva úr berjum. Kreistið vatn af matarlímsblöðum og setjið í skál ásamt jarðarberjasafa. Setjið hana yfir heitt vatnsbað þar til matarlím er bráðnað. Þeytið rjóma á meðan og leggið til hliðar. Þeytið eggjarauður og sykur þar til blanda verður loftmikil. Hellið matarlími út í eggjablöndu og þeytið aðeins áfram. Setjið 1/3 þeytta rjómans út DRAUMUR SILFURFIÐRILDANNA – HINDBERJA M Þegar bollakökuæðið hefur tröll- riðið ástríðubökurum í köku- skreytingum er kominn tími á nýtt æði; kökusleikjóa. Þá er kaka rifin niður í skál og hrærð saman við ljúffengt krem að smekk. Því næst eru mótaðar kúlur eða önnur form sem toppa eiga sleikjó prikið og þegar prikið er komið á kúluna er henni dýft í litaðan glassúr og skreytt eftir tilefni og hugmynda- flugi. Meistari kökusleikjóa er köku- drottningin Bakerella sem nýlega gaf út bókina Cake Pops, en þar má finna yfir 40 mismunandi uppskriftir og útgáfur köku- sleikjóa fyrir öll möguleg tilefni. Bókin fæst á Amazon og víðar, en heimasíðan www.bakerella.com geymir yndislegt augnakonfekt og innblástur handa öllu bakandi fólki. - þlg TUNGULIPRIR KÖKUSLEIKJÓAR Cake Pops heitir bókin hennar Bakerellu. Hver fær staðist svo dísætar varir?Kátar kindur vekja kátínu veislugesta. Ég er alin upp v ið r ó le g a sunnudaga, þar sem fjölskyld- an settist niður yfir tertu og heitu súkk- ulaði með kaffinu,“ segir Kristín Eik Gústafsdóttir, eigandi sér- vöruverslunarinnar Allt í köku, þar sem fæst ævintýralegt úrval efniviðar til kökuskreytinga og konfektgerðar. „Bakstur varð fljótt að ástríðu hjá mér, en þó hafði ég enn meiri áhuga á að gera kökurnar fínar. Mér finnst enn tilheyra að fá sér tertu á hvíldardaginn og fátt skemmtilegra en að bjóða gestum heim í fallega köku, en í vinnunni baka ég ótal sinnum í viku og finnst því notalegt að vera boðið annað í sunnudagskaffi nú,“ segir Kristín Eik hlæjandi og vísar til vinsælla sykurmassanámskeiða Allt í köku. „Eftir að ég kolféll fyrir köku- skreytingum úr sykurmassa trúði fólk því varla að ég hefði gert sunnudagsterturnar sjálf og var þrautin þyngri að fá fólk til að skera sér sneið því enginn vildi ríða á vaðið og skemma útlitið,“ Sætabrauð g Kristín Eik Gústafsdóttir eigandi Allt í köku og sunnudagskakan hennar. Kristín Eik rekur verslunina Allt í köku, þar sem úrvalið er endalaust fyrir þá sem njóta þess að nostra við köku- skreytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nammi namm! Hello Kitty slær í gegn hjá öllum stelp- um.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.