Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 60

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 60
6 matur Þetta er gömul uppskrift frá henni móður minni sem fékk hana frá sinni móður, þannig að kakan er eiginlega fjölskylduleyndarmál,“ fræðir Ingi- björg Pétursdóttir blaðamann glaðlega um uppruna eplakökunnar. Hún gerir sér grein fyrir að uppskrift- in verði ekki leyndarmál lengur eftir að hún hefur birst í Fréttablaðinu en gefur hana þó fúslega upp. „Eplakakan er svo einföld og þægileg að baka,“ segir Ingibjörg og bætir því við að kakan hafi verið einkar vinsæl á hótelinu í Flatey á Breiðafirði. - gun Leyndarmálið afhjúpað „Ég fékk uppskriftina frá móður minni, sem fékk hana frá móður sinni,“ segir Ingibjörg. 250 g smjör 220 g sykur 250 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 4 egg 4 græn epli 2 msk. kanilsykur (má sleppa) Hrærið mjúkt smjörið og sykurinn í hrærivél og bætið eggjunum út í hræruna, einu í senn. Setjið þá hveitið, ásamt lyftiduftinu og vanillusykrinum út í og hrærið örlítið lengur. Hellið hrærunni í vel smurt form með háum börmum. Flysjið eplin og skerið í hálfmána. Potið helmingnum af eplunum ofan í deigið og raðið restinni fallega ofan á það í forminu. Stráið síðan kanilsykri yfir eplin. Bakið kökuna við 200° gráðu hita í miðjum ofni í 40 mín- útur og berið hana fram volga ásamt þeytt- um rjóma. EPLAKAKA Eplakakan er einföld og þægileg að baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar Ingibjörg Pétursdóttir í Veislu- þjónustunni Mensu vill gera vel við sitt heimafólk eða á von á góðum gestum skellir hún gjarnan eplaköku í ofninn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.