Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1925, Side 5

Sameiningin - 01.09.1925, Side 5
259 hugarþel mannsins, íþegar maSurinn verður var viö þaö, aö hann er barn þessa 'himneska föSur og elskar GuS eins' og gott barn elskar ástríkan fööur. Þetta hugarþel barnsins finnur ást sinni til föðurins fullnægju í ibæninni. Og fyrir því kendi Jesús mönnunum “faðir-vor”. Faöir-voriS er trúarjátning Jesú. MeÖ því ódauölega oröi bygöi Jesús brú milli himins og jaröar, að eftir henni skyldu Ibörnin ganga, þegar þaij þrá að hvílast í föð- urörmum Guös. Af þessu frumatriði í guðfræði Jesú, samfélagi fööur og barns í ástríku hugarþeli, flýtur hið annað aðal-atriöi í kenn- ingu Jesú: að Ibörnin eigi aö likjast föðurnum. “Verið þar fyrir fullkomnir, eins og faöir yðar á himnum er fullkominn.” Jesús lýsti Guði fyrir mönnunum, til iþess að þeir skyldu geta likst GuÖi. í guöfræöi Jesú miðar alt að því, að mennirnir fái orðið þátttakendur í guðdóminum. Jesús boðar þaö, að andi Guðs komi yfir mennina, að heilagur andi föðurins eigi að vera í börn- unum, og þegar börnin fúslega meðtaka heilagan anda síns himn- eska föðurs, þá fái þau þekking og skilning, og einnig vilja til þess alls', sem er heilagt og gott. Meö þennan boöskap segist Jesús vera kominn frá Guði. Guð hafi sent sig i heiminn til þess að flytja mönnunum “gleði- boSskapinn” um fööurþel Guðs til mannanna, — boðskap um ást Guös á mönnunum, um fyrirgefning og eilífa sáluhjálp. En hann á líka aö kenna mönnunum að elska Guð, hann á aö fá þá til þess að vilja vera Guðs börn. En mennirnir eru frávilt börn. Hugarfar þeirra er vont og foreytni þeirra syndsamleg. Jesús verður því að kenna þeim alt með eftirdæmi. Hann lifir á meðal mannanna lífi heilags og fullkomins Guös barns. Af honum geta. alllir lært hvernig samlífi Guös og manns á að vera fariö. Líf Jesú er guðfræöi hans' í verki. i Ekkert afl er almáttugt nema kærleikurinn. MeS þvi afli einu veröa mennirnir sigraöir og unnir Guði til handa. Því afli einu beitir Jesús. Hann er kominn ii heiminn til þess1 að opin- bera mönnunum kærleika Guðs. Hann sýnir þeim kærleikann í verki. Hann leggur sjálfan sig fram til fórnar. Hann líöur og deyr. Hann gerir krossinn að hásæti kærleikans. Frá kross- inum, þar sem hinn heilagi dó, kemur mönnunum kraftur til þess að verða Guðs 'börn. Þaðan endurspeglast kærleikur Guös. “Þegar eg verð hafinn frá jöröu þupp á krossinn), mun eg draga alla til mín.” Guöfræöi Jesú kennir það, að leið syndugs manns til Guðs liggi um Golgata, þar sem krossinn er. “Enginn kem- ur til föðurins -nema fyrir mig.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.