Sameiningin - 01.09.1925, Qupperneq 28
282
“Rock of Ages.”
Ó, iþú klettur aldanna,
Einkaskjóliö mannanna;
Fórn ])ín, ein, er frelsun mín,
Fel þú mig í örmum þín;
Þvo mig hreinan lífs úr lind,
Lækna mig af allri synd.
Hversu máttlaus höndin min!
Hún ei fyllir hoSorð þín;
Engin verk, nei, engin tár
Orka mín aíS græða sár;
Ekkert fyrir utan þig,
Einan, getur frelsaíS mig.
ÚrræBi eg engin finn,
Engin, nema krossinn þinn:
Nakinn hér eg stend sem strá,
Styrk og skjól og náS aS fá;
Óhreinn flý eg lífs að lind;
Lát mig ek'ki deyja’ í synd!
Lífs og dánum likna mér,
Lát mig ætíð búa’ í þér;
Einkum veit mér a.umum skjól,
Er þú sezt á dómsins stól,
Ó, þú klettur aldanna,
Eilift skjólið mannanna!
F. R. Johnson, þýddi.
Prestafélagsritið 1925,
Prestafélagsritið, sjöunda ár, 1925, er nýkomið. Það er
stórt og veigamikið að vanda. Tvær ritgerðir eru eftir rit-
stjórann sjálfan, séra Sigurð P. Siverts'en, prófessor: “Kjarni
kristindómsins og urribúðir” og “Heimilisguðrækni”. Er hin
síðari ritgeröin sérstaklega nauðsynleg hugvekja fyrir almenn-
ing og getur átt við hér vetsra engu síður en á íslandi. Tvær
ritgerðir eru .í ritinu eftir biskup, dr. Jón Helgason. Er önnur
um Skúla prófast Gíslason, en hin um tvo norræna, fundi. BáS-
ar fróðlegar. Séra Árni Sigurösson fríkirkjuprestur ritar um
“Evangeliskt viðhorf”. Er það mótmæli gegn viðleitni kaþólsku