Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1925, Page 7

Sameiningin - 01.09.1925, Page 7
261 Enn eru ekki komnar nákvæmar fréttir af þinginu í Stokk- hólmi og starfi þess. En fjölmennara var það víst og tilkomu- meira, en beztu vonir höföu spáð. Skýrslu um foyrjun þingsins höfum vér fengið í sænsku blaSi. Eftir þeirri skýrslu að dæma, hefir þingsetningin verið sérlega hátíðleg. Fundurinn byrjaði meS guðsþjónustu. í Stórkirkjunni ('Storkyrkan) í Stokk- hólmi. Var þar. kominn mesti rnúgur manns og kirkjulegir stórhöfðingjar úr fjarlægum löndum. Segir iblaðiS, aS aldrei hafi kent svo margra grasa í lútersku guðsþjónustuhúsi. Þar var hinn háaldraði patríarki frá Alexandríu, Photíus a.ð nafni, kominn, og Germanos, um'boSsmaður patríarkans í Miklagarði, metropoiítaninn í Jerúsalem og erkibiskupinn frá Núbíu, metro- polítaninn frá Sofíu og erkibiskupinn frá Bukovina, svo og búlgariskir, jugoslaviskir prelátar, auk fulltrúa-fjöldans frá Evrópu-íöndum mótmælenda, Bretlandi og Ameríku. Heilla- óskir til þingsins komu frá George, konungi Breta, Cöolidge, forseta Bandaríkja, Lúter, ríkiskanslara Þjóðverja, og fleirum þjóShöfðingjum. Er lokið var hátíðar-guðsþjónustunni í Stórkirkjunni, var gengið í þinghúsið og tók þar konungurinn og ráðherrar hans á móti fundarmönnum. Kvað þá Södteúblom erkibiskup sér hljóðs og skýrði frá tilgangi fundarins og mælti á enska tungu. Voru orð han.s fá, en alvöruþrungin og hátíðleg. Stóð þá upp kon- ungur Svía, Gústav V., og sagði fundinn settan. Flutti kon- ungur snjalla ræðu og hákristilega. Bar hann sraman þing þetta við þing það hið mikla,; er haldiö var í Níkeu fyrir 1600 árum og sagði, að eins og kristnir menn hefðu komið saman í Níkeu árið 325 til þess aö gera grein fyrir trú sinni á persónu frelsar- ans, eiginleikum Guðs og opinberun hans, svo söfnuðust nú kristnir menn úr öllum löndum saman í Stokkhólmi til þess, að ná sameiginlegum grundvelli til þess' að byggja á kristilega breytni og siðferði mannanna.. Er konungur settist niöur, gekk patríarkinn af Alexandríu að ræðustól, ávarpaði konung og þingheim meö snjallri ræðu og vitnaði það með hjartnæmum orðum, að Jesús Kristur sé ein- asta hjálpræði þjó'Sanna. Næst sté enski biskupinn af Winchester í stólinn og talaði fyrir hönd brezkra þjóða, og þar á eftir talaði dr. Kapler frá Þýzkalandi og haföi orð fyrir þjóSununr á meginlandi Evrópu. Allar voru ræður þessar símaðar út um heiminn, og birtast í blöðum margra þjóða. Frekari skýrsla er ekki komin af fund- inum, þegar þetta er skrifað. Vonandi 'kemur ítarleg skýrsla

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.