Sameiningin - 01.09.1925, Side 24
278
John Halifax, Gentleman.
(Gaman og alvara.)
Fyrir noldrru síðan ,las eg ensku skáldsöguna Johrt Halifax,
Gentleman, sem flestir þekkja. Áður haföi eg einu sinni geí-.
ið bókina vini mínum og fengiö miklar þakkir fyrir. Og marg-
ir aörir, sem eg hefi þekt, skoða þá sögu eins og nokkurs konar
dýrgrip eða helgan dóm, sérstaklega hentugan í afmælisgjöf eöa
jólagjöf 'handa unglingum, og liklegan til að innræta þeim guðs-
ótta og góðar dygöir.
Einhvern v-eginn Ihafði eg þó ekki fengið mig til aö les'a
bókina sjálfur. VeriS getur, að erfðasyndin hafi átt þar ein-
■hverja sök í; við eruim víst allir meS því markinu brendir, og
það sjálfir prestarnir, aSI skirrast við langar prédikanir, jafnvel
þótt þær séu fram boðnar í skáldsöguformi. En þó finst mér,
þegar eg skoða íhuga minn um þetta, að orsökin, sem mestu réS,
hafi veriS önnur. ,Mér, finst, — ef eg má gjöra mig sekan i
“írsku ’bulli” —■ að eg hafi búist við vonbrigðum, eða haft þann
grun, að sagan myndi (ekki verSa. mér eins dýrmæt, eins og eg
ætti þó að vonast eftir. Eg veit, að aðrir kannast við þetta ó-
Ijósa hugboS, sem. stundum grípur mann. En svo tók eg mig
til, einn góðan veðurdag, og las bókina, — og .hugboSið rættist.
Þó er sagan allvel rituð; margir kaflar eru þar gullfagrir og
góSir í sjálfu sér. Oig bókin er samin í lofsverðum tilgangi.
Hún á að isýna sannarlegt göfugmenni, gentleman, sem meS
eintómri manndygðinni fetar sig áfram og upp á viS, frá dýpstu
örbirgð til auðs og.mannvirðinga. Alt er þetta góðra gjalda
vert, — en þó( þakka eg mínum: sæla fyrir þaS, aS eg las' ekki
bókina, þegar’ eg var barn. Sagan 'hefði gjört mér ilt en ekki
gott á því skeiSi. Eg er hræddur um, að eftir islíkan lestur
hefði mig helzt langað i svipinn til að verða vondur maSur;
langaS til að fara út og gjöra. eittihvað ilt af mér, eins og í mót-
mæla skvni; eSa meS öðrum orðurn, svala mér í hreinskilinni
vonzku, rétt til þess. að ná einhverslkonar væmubragði burt úr
sálinni. En á tarnsaldrinum komst þes'si bók aldrei í mínar
hendur, ,sem betur fór. Og þó eg ætti að heita kominn til vits
og ára, þegar eg las hana, þá átti ihún svo illa við mig, eins og
eg drap á áSur.
Fordómurinn hefir íl'Mega valdið ’hér nokkru. Eins og fyr
var sagt, þá hafði eg varlai búist viS aS verða hugfanginn; en
það kom víst til af því, að sagan hafði fengi-S einmæ’t og ákafa-