Sameiningin - 01.09.1925, Síða 32
286
ísfirðingar tóku prýöilega á móti Grænlendingunum; skógarför,
kaffiveitingar, bíó-sýningar o. fl. var haft til skemtunar þessa 3
,daga, sem skipiö .stóö viö, en börnum og klæðlitlum gefnar1 ýmsar
gjafir. Grænlendingunum höfðu ekki komi'ö slíkar viðtökur í hug,
og voru glaðir eins og börn. Einn þeirra var mest forviöa 4 að sjá
“mennina riða á stóru hundunum.” Hann haföi aldrei séð neina
aðra ferfætta skepnu en hunda. Aörir undruðust þó enn meira aö
sjá bifreiðarnar, “aö vagnar skuli geta runnið áfram, þegar enginn
dregur þá — það er nokkuð skrítið.”
Þegar skipið hélt af stað, hrópuðu Eskimóar ein-um munni:
G. L.
— Bjarmi.
“Gujenak” eða “þökk fyrir.”
Frá Jóns Bjarnasonar skóla — Skólinn byrjaði starfsár sitt 22.
sept. Voru þá komnir 23 nemendur, -en síðan hefir þeim fjölgað,
svo að við mánaðamótin eru þeir orðnir 35. í miðskóladeiklunum
-eru 25, en í 'háskóla ýCollegeý deildunum tveimur eru 10 (7 í fyrsta
bekk og 3 í öðrum bekk). í þá deild eru væmtanlegir fimm i við-
bót (3 í fyrsta bekk og 2 í annan bekk). Kennarar eru tveir þeir
sömu og áður, séra Hjörtur J. Leó, skólastjóri, og Miss Salóme
Hailldórsson. Tveir kennarar eru nýir, M'r. Eastvold og Miss Geir.
Frá Fyrsta lúterska■ söfnuði í Winnipeg. —< Heimiboð frábær-
lega myndarlegt þáði söfnuðurinn hjá kvenfélagi safnaðarins í
fundarsal kirkjunnar 9. sept. Var þá fólk aftur heimkomið úr sum-
ar-dreifingunni og kirkjulegt starf hafið af nýju með fullu fjöri.
Var samkonia þessi nokkurs konar “heimkomu-hátið” Og hin á-
nægjulegasta í alla staði. Ræður voru fluttar og söngvar sungnir
og notið ágætra veitinga. Voru al'Iír kvenfélaginu þakklátir og
sammála um það, að vel væri það til fallið, að byrja vertíðina með
svo glaðri stund.
Djáknar safnaðarins héldu samkomu til arðs fyrir Iiknarstarf
safnaðarins 17. sept. Elutti séra Rúnólfur Marteinsson þar vand-
aða ræðu. Söngur var þar og hljóðfærasláttur. Inn komu á sam-
komunni um 100 dolil. í frjálsum samskotum.
Blað Bandalagsins, The First Luthera-n Bulletin, er komið út
fyrir september og var því útbýtt í kirkjunni ivið guðsþjónustur.
Öllum þykir vænt um blaðið.
“Rally Day”—á hérlenda vísu — hafði sunnudagsskólinn sunnu-
jdaginn 13. september. Tókst það vel og var mesti mannfjöldi sam-
an kominn
Prestur fer vestur. ■— Séra Rúnólfur Marteinsson er ráðinn til
þess að þjóna söfnuðinum í Seattle í vetur—fyrir það fyrsta. Er