Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1925, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.09.1925, Qupperneq 6
260 Hin verklega guðfræÖi Jesú kemur og í ljós meS upprisu hans. Eins og fórnardauSi Krists er sá ibrennipunktur, sem .endurljómar kærleika Guðs, ,svo er upprisa hans svo sem Ijómi af dýrS föðurins. Upprisa Jesú staðfestir þann boöskap Jesú. að Guð faðir á himnum hafi fyrirbúið börnum sínum eilíft lif í dýrð hjá sjálfum sér. Upprisan er staðfesting þeirra orða, er Jesús talaði til mannanna: “Eg lifi og þér munuð lifa.” Guðfræði Jesú er verkleg opinberun á Guði i Jesú sjálfum. Fyrir því segir hann: “Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föður- inn.” GuðfræBi Jesú er Jesús sjálfur. Verður það frekar í- hugað 'í næsta þætti. fFramh.J B. B. J. -------o------- Allsherjar kirkjuþingið í Stokkhólmi, Margir telja kirkjufundinn, sem haldinn var í Stokkhólmi í ágúst, einhvern markverðasta atburS í sögu 'kirkjunnar á síðari öldum, og líkja h'onum viö kirkjufundinn mikla í Níkeu árið 325. Fundinn sóttu: fulltrúar allra kirkjudeilda mótmælenda og fulltrúar grísk-kaþólsku kirkjunnar. Rómversk-kaþólska kirkj- an ein saman skoraSist undan að taka þátt í fundinum. Tveir fulltrúar lútersku kirkjunnar íslenzku sóttu fundinn, þeir séra Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, og séra Friðrik Rafnar á Út- skálum. Fulltrúa sendi Sameinaða lúterska kirkjan í Vestur- heimi og Ágústana sýnódan sænska. Úr fiestum löndum heims komu fleiri eða færri fulltrúar. Fremstur í flokki þeirra, er fundinn boðuðu, var erkibiskup Svía, N. Söderblom. Er hann talinn einhver mesti kirkjuhöfð- ingi í Evrópu. Nokkurum mótmælum mætti fundarboðið af hálfu þeirra manna, er fastast halda hver um sinn rétttrúnaS. Var þar fremstur í flokki Johannsson, erkibiskup á Finnlandi. Undir þaö tóku nokkurir leiðtogar íhaldsstefnunnar á Þýzkalandi og Missouri-menn í Ameríku. Fundurinn var ekki boðaður til þess að ræða trúfræðileg efni, heldur til þess' að ræða mannfélags-mál frá kristilegu sjón- armiði, meö sérstöku tilliti til þess, hvernig friöur yrði trygSur á öllum sviöum mannlífsins. Kristilegt líf og siögæði var viðfangs- efni fundarins. Annaö allsherjar kirkjuþing er verið að undir- búa, og á þar aS taka sjálfa trúfræði kirkjunnar til umræöu. Þing það á aö haldast aö ári í Lausanne og hefir kirkna-sam- bandið í Ameríku (’The Federated Council of the GhurchesJ það til undirbúnings.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.