Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 11
265
Á skaganum Ivitlu Asíu gengur; fjall-ás mikill frá austri til
vesturs, sein T!árus er kallaöur. Noröur af fjallgarði þessum
tekur við 'hálendi Litlu Asíu, en til suSurs' falla hlíöarnar snar-
brattar frá hamratindum fjallsins niður að undirlendi, sem
liggur að norðaustur-tbotni Miðjaröarhafs og nokkuS vestur
með ströndinni. Fjallahryggir ganga frá Tárus' fram til sjávar
bæði austan og vestan við strand-sléttu þessa, svo aS hún er fjöll-
um girt á þrjá vegu. Þessi mikli hvammur var mest-allur í
austur-hluta Kilikíu. Suður eftir hvamminum vestanveröum
rann fljótið Knýdus frá TárusJfjöllum' út i Miðjarðarhaf. Það
var skipgengt. Borgin Tarsus stóð tveim megin fljótsins, tíu til
tólf mílur frá ströndinni.
Tarsus var aöal borgin í Kilkíu og taldist með helztu borg-
unum viö austurhluta Miðjarðarhafs. Mikill hluti verzlunar-
magnsins í upplöndunum að norðan og austan átti skemstu leið
til sjávar eSa frá sjó ’í gegn um Tarsus. Skipin sigldu af’ hafi
upp til borgarinnar. í fjöllum Kilikíu var skógarhögg mikið,
og trjábola-flekum var fleytt með árstrauminum í Kýdnus niður
til strandar, líkt og stórár margar eru notaöar í Ameríku þann
dag í dag. Ein helzta búnaðargreinin i upplöndunum var geita-
rækt; miklar birgðir af geitahári voru seldar árlega í Tarsus, og
þar var háriS unnið í grófa.n klæðavefnað og tjaldd'úka. Sá iðn-
aöur var einn af aðal atvinnuvegum borgarinnar. Tarsus var
því vörumarkaður mikill og iðnaðarstöð og mátti teljast 1 flokki
með iborgum eins og Alexandríu, Antíókkiu, Efesus eða Korintu.
Þó átti borgin annað öflugra tilkall til frægðar ápostulatið-
inni. Hún var eitthvert hið merkasta. höfuðból griskrar ment-
unar í þá daga, keppinautur Alexandríu. Að vísu var almúg-
inn menningarsnauður og lítt grískulærður þar eins og Viðar um
Austurlönd. Efnafólkið og æðri stéttirnar voru eins og í sér-
stöku mannfélagi út af fyrir sig, og á vegum þess lýðs var haldið
uppi háskóla, sem mikið orð fór af. Nafntogaðir lærifeður í
heimspeki og öðrum fræðigreinum höfðu þar aðsetur, og skól-
ann sóttu námsmenn úr flestum. löndum rómverska ríkisins
Gyðingar voru fjölmennir i Tarsus. Margir þeirra voru
sjálfsagt auðugir; og surnir, eins og Páll, munu liafa verið róm-
verskir borgarar. Þeir höfðu fengið sérstök forréttindi í borg-
inni, þegar þeir fluttui þangað fyrst; og voru þeir betur liðnir
þar, heldur en venjulegt var í heiðnum löndum.
í borg þessari var Páll postuli, fæddur; og ekki er annað
sjáanlegt, en að hann hafi átt þar heima í bernsku. iÆttmenn
Páls voru efnaðir og vel metnir að öllum líkindum. Hann tók