Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 14
268 líklega hafa veriö í hvers' manns munni. RökfræSi Aristóteles- ar þekkir hann ekki, svo aS séS verSi; og hvergi verSur þess vart, aÖ hann sæki hugsun eða orSalag til heims'pekinganna grísku. Aftur á móti eru áhrif gySinglegrar mentunar sýnileg í hverri málsgrein hjá Páli, svo aS segja. Hann er nákunnugur gamla1 testamentinu, og vitnar ýmist í gríska textann eSa þann hebreska; þangaÖ' sækir hann heimildir fyrir kenningum sínum; og má sjá þaS á öllu, hugsun, orSalagi, sjónarmiÖi, að hann hefir alist upp í gySinglegum hugarheimi frá barnæsku. Jafnvel þegar hann gengur í .berhgg viS lögmáls-dýrkunina, þetta óska- barn rabbína-guðfræSinnar, !þá byggir hann öll sín rök á hebr- eskum grunni. Satt er það, að sumir formfróSir tilgátusmi'ðir hafa reynt aS rekja guSfræði Páls til grískra trúarhugmynda, meðal ann- ars til launhelganna svo kölluðu, en þaS voru dultrúarkreddur ýmsar og leynisiðir, sem þróuðust eins og afkvistir á megin- átrúnaði Grikkja og annara fornþjóða. ÞangaS vilja slíkir fræSimenn rekja ræturnar aS kenningum postulans. Sú tegund nýfræðinnar, er þó alt annaS en sannfærandi.*) Að leiSa Pál til arfs meS Grikkjum, andlega talað, það krefur álíka hugvits og fræSimensku, eins og þegar Sæmundur fróSi “sannaði með lær- dómi sínum”, að orðin fór' nú væri latína. Engiri ályktun, sem bygð er á fornum sögurökum, getur verið ábyggilegri .heldur en sú, að trúarhugsun Páls sé hebresk, en ekki grísk aS uppruna og öllum einkennum. Þó er þaS litlum vafa bundiS, að mentalífið í Tarsus hafi haft djúp áhrif á Pál i uppvextinum. Borgin var víSfræg menta- stöð, eins og áður var sagt, en mentunin náði ekki til fjöldans. Átrúnaður almúgafólksins var iblendingur af grískum goðasögn- um og aus'trænni hjátrú, þrungin megnustu siSspillingu. Jafn- vel hjá mentalýSnum var siSmenningin mest öll á yfirborðinu. Átrúnaðurinn gamli var því sem næst útdauður í þeim hópi. Spekin, sem komin var í staðinn, hafði aS vísu margar fagrar og háfleygar kenningar á boðstólum, en hana skorti frjómagniS, eldheita sannfæring og betrunarkraft, þegar til reyndarinnar kom. Ef trúa rná ummælum heiSins manns um ástand borgar- innar á öndverðri fyrstu öld, þá var mentunin lítið annaS en hjúpur, sem hu'ldi siðleysislifnað og óráSvendni, öfund, smá- smuglegan flokkaríg og alls' konar ómensku. Eftir gömlum *) Rétt til dæmis: Helztu heimi.ldirnar, sem tilgátur þessar stySjast viS, eru áreiSanlega 100—300 árum yngri en Páisbréfin.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.