Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1925, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.09.1925, Qupperneq 31
285 lenzkan perlukraga, en trúaS gæti eg því og, aíS sumar þryti þolin- mæ'ði til þess að ibúa þá til, áhlaupaverk er það ekki. “Eg var heilt ár að þræða saman perlukragann minn,” sagði ein grænlenzka stúlk- an. . Og þótt ganga megi að því vísu, að hún hafi haft kragann sinn í hjáverkum, er hitrt og áreiðanlegt, að seinleg ef þessi kraga- gerð þeirra. Vígzlu-athöfnin hófst og síra Sigurgeir Sigurösson, sóknar- prestur ísfirðinga, ávarpaði söfnuðinn fáum orðum. Kvað hann hér fram fara þá athöfn, sem lengi myndi í minni höfð, væri hún og þess verð, og með öllu einstæð i sögu lands vors. Þá bað prestur söfnuðinn um að lyfta hug og hjarta í 'bæn til Drottins fyrir græn- lenzka prestsefninu og löndum hans. — Að lokinni ræðu síra Sig- urgeirs hófst söngurinn, og sungu Grænlendingar sjálfir á móður- máli sínu, sem áheyrendum þótti hljóma vel, og raddir höfðu þeir margir góðar, einkum bar á góðri kvenrödd, sem var bæði mikil og skær. Þá gekk prófastur Schultz-Eorentzen fyrir altari og hélt ræðu á grænlenzku, en prestsefnið stóð framanvert við gráturnar. Eins og gefur að skilja, skildi enginn neitt af því, sem hann sagði, nema Grænlendingarnir, sem hlýddu, eftir ytra útliti að dæma, með mik- illi gaumgæfni á orð hans, Þeir beygðu höfuð sín í lotning, og manni kom ósjálfrátt í hug, að menn þessir, sem margir lítilsvirða og télja tæpast með siðuðum mönnum, gera þó í sumu þeim “sið- uðu” skömm til, því óneitanlega er það of algengt, að kirkjugestir sýni harla ilítil lotningarmerki við guðsþjónustur í kirkjum vorum. Tökum til dæmis bænina, 'ðve margir þeirra, sem kirkjur vorar sækja, lúta höfði, þegar bæn er beðin, hvort sem presturinn gerir það eða meðhjálparinn? Er hitt ekki öllu algengara, að sjá menn skima í kringum sig eða beina athyglinni að einhverju öðru, ef menn þá ekki hreint og beint skálma út á meðan verið er að biðja hæn eða lesa? En Eskimóarnir, þessir menn, sem við oftast köllum og álítum Skrælingja, leggja saman hendur og lúta höfði með hátíð- legum lotningarsvip. Á eftir ræðu prófastsins var aftur sungið, en síðan Iásu 4 ís- lenzkir prestar upp sinn hvern ritningarkaflann. AIls voru við- staddir 7 íslenzkir prestar, allir af Vestfjörðum; hefir það eflaust verið óvenjulegur prestafjöldi á ísafirði. Prestarnir gengu allir til altaris á eftir vígslunni, ásamt pró- fastinum og konu nývigða prestsins. Fimm börn þeirra hjóna voru í förinni Gera má ráð fyrir, að margir hafi hugsað hlýtt til þessara prestshjóna, og árni þeim allra heilla, er þau flytjast nú til nýrra stöðva og líklega lítt byggifegra á ættlandi sínu. Vígzlu-ræðutextinn voru síðustu orðin í Alatteusar-guðspjalli, og var lesinn bæði á grænlenzku og íslenzku. Má vænta þess að margur viðstaddur hafi óskað, að nýi presturinn fengi náð til að taka góðan þátt í starfinu, og njóta þess styrks, sem þar er talað um. !

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.