Sameiningin - 01.09.1925, Síða 15
269
sögum átti Sardanapábes Assýríukonungur að hafa. reist borg-
ina fyrstur inanna. H'ann var alræmdur sælkeri. Sagt er aS
standmynd af honum ha.fi verið sett upp i Tarsus, með þessari
áletrun á fótstallinum: “Etið, drekkiö, gleðjið yður ; annað er
einskis vert.” Og sjálfsagt hefir sú lífsskoðun haft mikinn
þorra borgarlýösns á sínu bandi; hún er vön aS setjast í önd-
vegið, þegar trúarbrögðunum hnignar.
ÞaS máttu Gyðingar eiga, hvað sem annars má segja um
þröngsýni þeirra, trúardramb og einangrun, aö þeir héldu sig að
miklu leyti utan við veraldarsoll. Fékk því Páll í uppvextinum
réttan og hollan skilning á hinni glitrandi heimsmenning þeirrar
tíðar; hann lærði að; sjá í gegnum grímuna. Ummæli hans um
heiSindóms-spillinguna (Róm. i, 18-32) og um léttvægi verald-
legrar speki (I. Kor. 1, 18-25) sýna það ljóslega, að hvorki sið-
fágun, listmenningu, hátíðaglaumi, skólamentun eða háværum
og glysmiklum 'helgisiðum þeirrar aldar hafði tekist að glepja
postulanum sýn í (þessum efnum. Einmitt af því að Páli var
ékki gjarnt að láta töfrast af yndi augnanna, þá gat ha.nn þeim
mun betur séö og skilið andlegu meinin, í mannlífi sinnar tíðar,
og metið lækninguna a.ð verðugu. ÓfuUkomleikinn — ef gáfna-
einkenni þetta má kallast því nafni — veitti honum þrótt andans
óskiftan til verksins, sem honum var ætlað af Drotni.
Annan lærdóm, sem kom í góðar þarfir síðar meir, mun
Páll hafa öðlast í uppvextinum þar í Ta,rsus. Hann hlaut að
komast í allnáin kynni, persónulega, við heiöna menn. Óhugur
hans á synd og spi'lling heiðindómsins var naumast látinn bitna
á fólkinu sjálfu •— eins og oft átti sér þó stað um ofstækis-
fulla Gyðinga. Æjfsaga Páls iber það með sér, að hann haföi
■snemma lært að umgangast Grikki og Rómverja; ihann va.r nær-
gætinn um trúarhugsun heiðingja, æðri og lægri, þvingunar-
laust; gat flutt þeim náðarboðskapinn imeð því afli, að fjölda-
margir af heiðnu fólki tóku trú.1 Mentaða menn og hátt setta,
eins og landstjórana Sergíus Pál, Felix, Festus og Agrippu. ekki
síður en undirforingjana rómversku, fékk hann laðað aö sér með
orðræðum sínum og umgengni. Hefði honum að eðlisfari verið
mjög áfátt í þessum efnum, þá hefði hann varla getað orðið það
sem hann varð, heiðingjapostulinn mikli. Á Gyðingalandi var
þjóðernisdrambið, einangrunina og ofstækið gegn öllum útlend-
ingum í algleymingi. Naumast gat því Páll fengið; þennan sér-
staka undirbúning undir æfistarf sitt á vegum rabbínanna. í Jerú-
salem. En í Tarsus, eins og víða annars staðar í dreifingunni
á meðal Grikkja og Rómverja, voru Gyðingar hvergi nærri svo