Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1925, Side 8

Sameiningin - 01.09.1925, Side 8
262 um fundinn frá íslenzku fulltrúunum, og verður fróðlegt að vita, hver áhrif fundurinn hefir haft á þá. —B. B. J. Heimatrúboð. “Heimatrúboif” er hér í landi nefnt þaS starf kirkjunnar, sem gengur i þá átt að flytja fagnaharerindið og stofna söfnuhi á þeim svæðum innan lands, þar sem fólk býr á dreifingu, eða hefir farið á mis við þá 'blessun, sem stafar af kirkjulegu safn- aðarlífi. Allar deildir klirkjunnar skoða heimatrúboðiö sitt fyrsta og helgasta starf. Lútersk kirkja, hérlend, hefir sérstak- lega þurft mikiö á sig að( leggja viS þetta starf, vegna. þess að starfsemi hennar hefir náö út yfir ótal nýlendur þess fólks, sem hingað hefir flutt frá lúterskum löndum í Norðurálfu. Að sjálfsögðu hefir það þá einnig verið aðal-starf kirkjufélags vors. Má segja, aö kirkjufélagið hafi í upphafi veriS stofnað aöal- lega til þess, aö söfnuöimir gætu haft samtök um það, að koma á kirkjulegri starfsemi í nýjum bygðarlögum og haga svo til, að þeir, sem sterkari eru, styrki þá, sem veikari eru>. Lengst um hefir það og verið í meðvitund trúaðs fólks inn- an kirkjufélagsins, að þar sem heimatrúboðið væri, væri aðal- verksviðið. Og oftast hefir verið unniö aö þessu verki eftir því, sem kraftar hafa leyft. Því miðun-viröist þóí næmleiki til- finninganna fyri.r þessari æðstu s'kyldu kirkjufélagsins vera að dofna. Hugurinn hefir dreifst í allar áttir. Sú hætta vofir yfir, að þessir litlu kraftar, sem viö, fáir og smáir, ráðum yfir, dreifist í svo marga.r áttir, að hvergi muni um neitt, og ef til vill verði það út undan, sem sízt skyldi. Það eru stór flæmi islenzkra bygða, þar sem sama sem eng- in kirkjuleg starfsemi á sér stað, svo að segja aldrei er flutt Guðs orð og sakramentini aldrei höfð> um hönd. Þar eru engir sunnudagsskólar, megin-þorri ungmenna fer þar á mis við kristilega uppfræöslu Og fjöldi er ófermdur. Á þeim .svæðum hætta menn æ meir að láta sig kristindóminn nokkuru varða. Það hefir verið margt rætt um prestaskort, og prestafæð- inni kent um. Það er ekki rétt. Prestar eru við hendina, ef efni væru að launa þá. Og nú eru margir ungir menn x skólum, sem hafa prestskap í huga. HVort íslendingar fá að njóta þeirra, verður undir Islendi.ngum sjálfum komið. Fyrir einhverj- um námsmanninum mætti flýta, ef fé væri til þess að styrkja þá til náms. En þaði gagnar ekki, þó prestsefnum fjölgi, ef engin

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.