Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 17
271
ÞaS þarf a?5 hvetja til frjálsrar rannsóknar. En samfara
því er viturleg leiöbeining mjög mikilvæg, til þdss aö hún hepn-
ist. Ungt hugsandi fólk ætti aÖ viröa fyrir sér blómknappinn,
og minnast þess, aö hann er ekki kominn í 'blóma. Vakandi
hugur er merki vaxandi sálar.
Einungis sá, sem sjálfur hefir átt í Ibaráttu, getur komið
]Deim til hjálpar, sem eru að reyna að ná fótfestu í hugsun, að
því er áhrærir hina kristnu trú. Sá, sem hefir horft ofan í
leynigrafirnar isjálfur, hefir farið vilt, en þó áttað sig, hefir
reynt ýmsar leiöir, sem til' einskis leiða, en komist aftur á rétta
leið, getur átt mesta hluttekningu með 'þeim, sem reyna að í-
mynda sér, að þeir hafi náð fullnægjandi niðurstöðu, en vita þó
inst í sálu sinni, að svo er ekki.
Oft er það að trúarleg reynsla námsmannsins þroskast ekki
samhliða hans vitsmunalega þroska. Algeng úts'kýring á því
er, að ha.nn er ekki fús til þess að nálgast trúarlegan veruleika í
sama anda og hann prófar kenningar í efnafræði eða eðlisfræði.
Þess vegna fer oft svo fyrir honum, að honum finst að þaö, sem
áhrærir trúarbrögðin, ræra utan vébanda þess, sem vitsmunaleg
viðleitni getur komist að. Seinna, þegar hann kemst að því, að
margir tilþrifamiklir menn og konur eiga lifandi trú, sem hann
ekki þekkir til vegna vanþekkingar á trúalegum verömætum,
hilcar hann við að breyta afstöðu sinni og leggja einlæga alúð
við hið vanrækta nám.
Auðvitað er þetta ekki vísindaleg afstaöa. Vísindaleg af-
staða krefst þess, að maður hafi opin augu fyrir öllum stað-
reyndum, og eigi þann hugrakka ásetning, að losa sig við for-
dóma, sem stríða í bága við staðreyndirnar nýju.
Það er þvi miður áreiðanlegt, að margir skólar bera ekki
merki þess, að eiga rétt jafnvægi í fræðslu sinni, sem varðveitir
námsmanninn frá þvi að sjá sannleikann einungis frá einni hlið.
Margir sérfræðingar hafa hug einungis á sinni fræðigrein, og
hjálpa ekki námsmönnunum til að sjá, að hún er einungis hluti
af stærri heild. Afleiðingin er sú, að heildaráhrif kenslunnar
eru ekki heilbrigð.
Dr. Harry Emerson Fosdiok þekkir skólalíf vort. í nýlegri
ritgerð í New York Times segir hann, aö vér höfum ástæðu til
“að vera með kvíðafullan huga. fyrir því, að æskulýður hinnar
nýju kynslóðar tapi trú á Guð og veruleik hins andlega lífs, sem
þó eitt getur verið grundvöllur va.ranlegrar menningar.” Hann
segir enn fremur: “Margir námsmenn eru fyrir utan landabréf