Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 10
fallsmenn til óspekta, og sló í bardaga mei5 þeim og námuliÖinu.
Fóru svo leikar, aS aðkomumennirnir gáfust upp og fengu lof-
orS fyrir þvi, að þeir mætti. hafa sig burtu frá námunum í friöi.
En þaÖ -heit var svikið. Nítján úr hópnum voru drepnir eins og
sláturfé, vopnlausir, rétt fyrir utan bæinn, en aSrir komust
undan við illan leik.
Þegar svo stjórnarvöldin komu loksins til sögunnar og
vildu hegna morðingjunum, þá gátu þau engu til leiðar komið
fyrir þversögli vitna í réttarhaldinu, og dómnefndin sýknaði
mennina, sem kærSir voru. Og ekki fékk námufélagiö nokkurt
víti fyrir sína frammistöSu.
Málalok þessi mæltust afar-illa fyrir, sem von var. Flest-
um þótti auðséð, að heigulskapur eSa hlutdrægni hefði þar slig-
aS réttvísina; mönnum fundust aðfarirnar og úrslitin ekki spá
neinu góðu fyrir land og lýS. Sú varS lika reyndin, þar í
Herrin, aS óbótaverkum fór ekki þverrandi. NámufélagiS og
verkamennirnir sömdu að vísu friS með sér, eða tyllisætt, en þá
brutust út önnur deilumál og enduðu á einn veg öll — í mann-
drápum. Félagið “Ku Klux Klan”, félagsskapur alræmdur, sem
meSal annars hefir þaS fyrir stafni, aö taka landslögin í sínar
hendur og fremja alls lconar glæfraverk til að siSa náungann,
stofnaSi eina af deildum sínum í Herrin og tók að- herja þar á
vínsmygla og annan óþrifalýð í bænum. Bannféndur voru þar
HSmargir og létu hart mæta hörðu. Tókust þá viSsjár miklar
með flokkum þessum og vígaferli. Fleiri hatursmál munu hafa
blandast þar saman við, en sú sólarsaga verSur ekki rakin hér,
enda var flest á huldu í þeim sökum, nema þaS eitt, aS mann-
dráp voru framin hvað eftir annað. Og aldrei gat ríkisstjórnin
haft hendur í hári nokkurs manns fyrir vígin, því aS sakargögn
fengust ekki; skuldinni var oftast skelt á þann, sem dauður var,
þegar til eftirmála kom. Það var eins og Herrin-búar, svo illa
sem þeim kom saman, væri þó all-vel á eitt sáttir um það, aS láta
ekki ríkisvöldin aftra sér frá að drepa hver annan í ró og næSi,
hvaS sem öðru liði. BæjarlýSurinn og yfirvöld ríkisins, fengu
harðar ákúrur í blöðunum, sem eSlilegt var, fyrir óöld þessa, en
það kom fyrir ekki. Ri'fcibaldarnir fóru sínu fram, og stjórnin
horfSi ráðalaus á aSfarirnar.
En svo kom alt í einu snögg og undraverð breyting á bæj-
arlífið í Herrin, snemma á þessu sumri. EiSu svo margar vik-
ur, aS enginn maður var drepinn og alt var þar meinhægt og
tíðindalítið. Um miðsumarsleytiÖ heimsótti bæinn þingmanna-
nefnd, líklega til aö kynna sér átsand það hið óskaplega, sem