Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1925, Side 12

Sameiningin - 01.10.1925, Side 12
266 kristilegum bróÖurhug. Þeir réttu jafnvel lögreglumanninum höndina til hræSralags; en áSur höfðu þeir haft í heitingum við hann og setiö um líf hans, hundruðum saman, svo að honum var ekki lífvænt á strætum úti, nema hann heföi vörð um sig. Bæöi katólskir menn og mótmælendur skipuðust við umtölur Williams, og jafnvel GyÖingar veittu honum öflugt fylgi. Um erjurnar og umskiftin í Herrin farast fregnritanum orÖ á þessa leiö:— “Fyrir nokkrum vikum var bærinn eins og villidýra- mörk, fullur af' hatri og flokkadráttum. Gamlir vinir kendust ekki við á strætunum. Loftiö var þrungið viösjám' og óbilgirni. Hver maður var annaÖ hvort meÖ eða móti sérhverjum öðrum manni, þar var enginn millivegur. Hér um bil þrjátiu ekkjur og munaöarleysingjar, og mörg leiði í grafreitnum utan viö bæ- inn, báru þögulan vott um bölvunar-anda þann og jaröneskan helvitiseld, sem þjáð haföi fólkiö í Herrin. Þar fanst enginn vegur til málamiölunar. Margir voru víst þreyttir á erjunum, en urðu þó aÖ' halda þeim uppi. “Þá kom Williams til sögunnar; og það er sagan af sinna- skiftum Herrin-búa. Heikmaöur sunnan úr ríkjum, lítill fyrir manni að sjá, en einaröur og hreinskilinn, sagöi Víga-H’röppum bæjarins óspart til syndanna. Hánn gjörði það snöggklæddur, með steyttum hnefa, en enga haföi hann skammbyssuna viö belti sér. Ribbaldarnir gugnuðu flestir við og létu sér segjast; en sumir lásu letrið á veggnum og höfðu sig á burt. Þaö verður fróðlegt að vita, hvort þessir umbreyttu menn muni glata aftur áhrifum trúarinnar, eöa hvort aðrir muni koma i 'þeirra staö og hefja vargöld í bænum að nýju. En flestir menn í Herrin eru þeirrar skoðunar að svo muni aldrei fa.ra. Herrin hefir gengiö i endurnýjungu lífdaganna, segja þeir, og það er engum að þakka öðrum en þessum blaöamanni frá Mississippi, sem hefir fengiö þaö orð á sig, að hann sé viljugur aö fara nið- ur til helvítis til að bjarga einni mannssál. — “Aldrei nefndi Williams leynifélagið Ku Klux Klan á nafn i ræðum sínum, en þó kom hann þeim félagsskap fyrir ætternis* stapa þar i bæ. Blaðið, sem félagið hélt úti þar í Herrin, aug- Iýsti hjá s'ér þrotabú fyrir nokkrum dögum, og margir fyrverandi félagslimir játa það, aö deildin, sem stofnuð var þar á slóöum, sé komin í andlátiö. “Má svo aö orði kveða, aö WSlliams hafi tekið skammbyss- urnar úr vösum Herrin-húa og sett þar hreina klúta í staðinn. Hann hefir komið góölyndis'brosi á mörg andlit, sem áður báru ygldan svip árum saman. Svo kemur aökomumanni árangurinn

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.