Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 20

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 20
274 bolla. Rétt þegar viö vorum í þann veginn aö leggja af staö aftur, þá stendur pilturínn alt í einu grafkyr, og hrópar: "N’búlva!" Það var mér nýtt orð; eg spurði liann hvaö þaö þýddi. “Komdu og sjáðu,” sagöi hann. Eg leit i áttina, og sá þar tré, sem kallaö 'er ‘‘machanjava’’ Þaö var í lögun eins og pera, dökkgrænt að lit eins og olífa, og alþakið berja-þrúgum. Berin líkjast vínberjum, svo sem þumlungur á lengd og hálfur á þykt og með ljúflegum purpura- rauðum þroskalit. Svo þétt voru berin, að þau huldu tréð, og lauf- in sáust varla. Það var einhver sú blómlegasta, Ijúfasta, fegursta sjón, sem eg hafði nokkurn tíma litið. “Hvað var þetta, sem þú kallaðir tréð ?” sagði eg. “Hvað áttirðu við?” “Hér er tré,” sa'gði hann, “það er fagurt og lýtalaust, eins lýtalaust eins og nokkurt tré getur veriö. Það er alþakið indælum ávexti; það er fullþroskað; það er eins fullþroskað eins og það getur orðið. Enginn .hefir snert það'; eg sá það fyrstur.” Ekki sá eg það alt saman rétt i svip, en litlu síðar flaug það 1 huga minn, að þetta tré gæti táknað hugmyndina i orð- inu “yngismær.” Tréð var lýtaiaust, alfullkomið, hvar sem á það var iitið. Sjálfur Guð almáttugur hefði varla getað aukið þar nokkru við fullkomleikann. Hví þá ekki að tákna meyjar-hugmynd- ina með orði þessu? Og síðan höfum við notað orðið í þýðingum okkar alt til þessa dags, og það hefir sannarlega haldið skirleiks- atriðinu til skila. En þess ber að minnast i sambandi við þýðingar þessar á trú- arlegum1 orðum og nýjum hugmyndum, að heilagur, andi snertir sál þess manns, sem les útlegginguna; maðurinn endurnýjast og verð- ur fyrir andlegri reynslu, sem honum var ókunn áður; orðin fá merkingar, sem áður þektust ekki og á sínum tíma gefur kristin- dómurinn orðum þessum nýja þýðingu, sem blek og mál gátu aldrei gefið. Jæja þá, við höfum útlagt ritninguna, þið og 'eg. En hverjir eru nú ávextirnir, þegar verkinu er lokið? Hafið þið nokkurn tíma veitt þvi eftirtekt, hverju ritningin hefir komið til leiðar í Afríku? Eg vil minnast á fjórar verstu plágur þess meginlands, sem biblían hefir útrýmt, annaðhvort algjörlega, eða að miklu leyti. Fyrst ber að nefna þrælaverzlun Araba; hún var ósegjanlega grimdarfull og illmannleg, og hún hélzt við um alla Mið-Afríku fram að árinu 1879. Arabar gjörðu tíðar árásir á svertingjaþorpin. eitt eftir annað, drápu hvern aldurhniginn mann, “sem ekki gat annað en etið,” og hvern þann fulltíða kvenmann, sem ekki var í þeirra augum verzlunarvara. Hitt fólkið, bæði ungt 'og gamalt, tóku þeir niður til strandar og flutti sðan í þrældóm til Arabíu ’eða Persalands, þar sem svarti kynflokkurinn dó út jafnóðum. Þessi þrælaverzlun Araba var sárasta mannlífsmeinið í Afríku. En árið 1879 söfnuðu kristnir menn á Englandi fimnt miljónum sterlings- punda í samskotafé, og keyptu frelsi hverju einasta mannsbarni, sem ánauðugt var í landshlutum Araba, Portúgalsmanna, Búa og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.