Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 21

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 21
275 ■annara stjórnarvalda í Afríku. Biblían, á Bretlandi hinu kristna, losaði Afríku viS þann grimmilegasta mannsalsófögnuð, sem nokk- urn tírna hefir þekst. Önnur plágan er áfengis-verzlunin. ÞaS eru kristnu þjóSirnar í heiminum, sem hafa gjört þá bölvun útlæga úr tveim þriðju hlut- um álfunnar. Bngland reiS þar fyrst á vaSiS. Svo kom Portúgal, og þá fríríkiS í Kongó. Og aSrar þjóSir munu verSa aS fylgja þeirra dæmi, því aS annars geta þær aldrei til lengdar átt viSskifti. ÞriSja meiniS var mannfélags-kerfi svertingjanna, ættflokka- kerfiS. Kynkvíslin átti þar alla hluti, en einstaklingurinn ekkert, ,eSa því sem næst. Þeir nota sjaldan fornafn í eintölu. Alt er “okkar”; “okkar“ þetta, “okkar” hitt, alt saman eignaS ættflokkn- um, Segjum aS einhver maSur keypti sér slopp í Jóhannesarborg; hann er ekki fyr búinn aS leggja frá sér fatiS, þegar heim kemur, heldur en hver sem er í ættflokknum getur klætt sig i þaö, og hann sér þaS ef til vill aldrei aftur. ESa einhver konan lætur saurna sér forkunnar fínan kjól úr borödúki eSa sængurveri, eSa úr flugna- neti, eins og oft á sér staS; og undir eins þegar hún fer úr kjólnum, þá getur hver önnur kona í þorpinu tekiö hann og skrýtt sig meS honum og spígsporaS í honum fram og aftur um götuna til sýnis. Einstaklingurinn er bundinn viö vissar tölur. Hann má eiga fimm hænur. Eignist hann fleiri, þá höggva þeir af honum höfuS- iS og eta hænurnar. Fimm kindur má hann eignast,en hreint ekki tiu; þá yrSi hann of vinsæll; honum yrSi þá fljótlega komiS fyrir í jörSinni og kindunum yrSi lógaS til aö borga útförina. Hann má eiga fimm konur, þaS er hámarkiS; taki hann sér eina til, þá höggva þeir af honumi höfuöiS, og þessum “eigum” bans er fljótlega skift upp á meSal annara í ættflokknum. í slíku þjóöfélagi, þar sem hver einstakur á ekkert, en ættflokk- urinn alt, og ættflokkarnir hafa sífelt átt i höggi hver viS annan frá ómuna tíS, þar hafa kynkvíslirnar ekki getaS haft nein samtök til aS verjast erlendum óvinum. En nú hafa kristnu stjórnarvöldin þar í álfu tekiö í taumana. Ættflokkarnih eiga nú ekki lengur ráS á mannslífinu, og einstaklingurinn fær búiö aö sínu; hann er verndaöur, og getur nú haldist viö nokkurn veginn í friSi. Þaö er einn af ávöxtum kristindómsins. Fjóröa plágan, allra þeirra verst og ömurlegust, er fjölkvæniö. Allar konur eru giftar, segja þeir; engin meykerling; engar ekkjur; alt í bezta lagi í þeim efnum, segja þeir. En annaö leiSa,..skýrsl- urnar í Ijós. Svissneska trúboöiö viS Delagóafjörö hefir gefiö út bók, sem staöfestir þaö meö vönduSum sikýrslum, a'ö hjúskapur eins manns og einnar konu er heilbrigöastur. Börnin á slíkum heimilum ertt vel gefin flest, og jafn-margt af piltum sem stúlkum. Taki maöurinn sér aöra konu til, þá veröa börnin fimtungi færri aö til- tölu. Bæti hann viö sig þriöju konunni, þá lækka hlutföllin enn um tvo fimtu, og börnin eru stúlkur, hér um bil öll. Komi fjóröa kon- an í heimiliö, þá eru börnin sárfá, alt saman stúlkur og kramar-börn

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.