Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 27

Sameiningin - 01.10.1925, Síða 27
281 falla í faSm hinnar kaþólsku kirkju? Er þaS rétt, eða er þaö ekki létt? , 0g ef það er ekki rétt, eigum vér þá aö látá miljónir! kaþ- c.'skra manna úti í löndum lifa í þeirri villu, án þess aS hnekkja heuni? En ef það er rétt, eigum vér þá aö láta reká á reiSa, án þess aS hefjast handa? Og er þaS ekki skylda vor, að styrkja hin- ar evangelisku kirkjur í baráttu þeirra, meS allri þeirri andlegu og siSferSislegu 'hjálp, sem vér getum veitt þeim? Eg efast ekki um, aS þessi virö-ulega samkoma og allur kristnilýSur íslands svara þeirri spurningu játandi. Vér teljumst til þeirrar kirkjudeildar, sem óáreitt vill mega teljast sérstök og sjálfstæö deild hinnar heilögu og almennu kristilegu kirkju veraldarinnar. En hin kaþ- ólska kirkja er iþess alls ófús, aö viðurkenna heimild vora til að bera það nafn. Hennar takmark er aö útrýma evangeliskri kirkju, og aS því verki vinnur hún með engu minni krafti en kristniboSi meðat heiSingja. Því að eins og kaþólski klerkurinn þýzki sagði 1924: “Herirnir eru tveir, annars vegar er hin heilaga kaþólska kirkja, hins vegar andkristurinn”, þ. e. heiðingjar og “villutrúar- menn”. Þessi er vafalaust skoðunin, og samkvæmt iþeirri skoSun er barist. Og eigi er vert aS láta þaS villa sig, þótt hcegt sé farið til aS byrja meS. Kaþólska kirkjan gleymir eigi í baráttu sinni þeirri viturlegu starfsreglu, sem fólgin er í latneska orðtakinu: “Festina lente”* **)ý. Hún reiknar eigi í árum, heldur öldum. Og þar sem hún vill ná fótfestu, fer hún í engu ó'öslega. En þó geta beztu menn hennar ihlaupiö á sig og dreymt stóra drauma út af litlu tilefni. Þa'ö má sjá á bók hans hágöfgi, Vilhjálms van Rossum. Mörg atriSi í henni eru eins og skjalfestar sannanir þess, að “errare humanum est’.’*) ÞaS er augljóst og efalaust, aS kaþólska kirkjan ætlast hér miki'S fyrir. Mér er sem eg sjái í anda framkvæmdir hennar hér á næstu árum: Ný, vegleg kirkja hér í höfuðstaðnum, fleiri trúboSs- stöðvar, nóg fé til að reka barnaskóla og reisa spítala um landið, og vaxandi viðleitni aS ávinna trúskiftinga með öllu lifandi móti, unz öll hin íslenzka þjóS fellur sem fullþroskaður ávöxtur í skaut þeirr- ar kirkju, sem telur sig 'hina einu sáluhjálplegu, og afneitar harð- lega vesalings siðbótarkirkjunum, sem langar aS mega teljast liðir í þeirri deild, sem heitir heilög, almenn, kristileg kirkja. Lítum á afstöSu kaþólsku kirkjunnar hér á landi sem stendur. Hún hefir á undanförnum tíma fariS hægt og gætilega að öllu. Hún hefir rekiS hér spítala, sem um fjölda ára hefir komið í hinar beztu þarfir. Innan veggja þess spítala hefir veriS unnið fagurt líknarstarf meðal sjúkra af St.-Josephs-systrum, sem margar hafa reynst sannir englar fórnfúss og nærgætins kærleika og fariS hinum mildustu móSurhöndum um þá^. sem þeim hafa veriS faldir til um- önnunar. Slík kærleiksstarfsemi hlýtur að sjálfsögSu að hafa sín *) Sbr. íslenzka máltækið: Kapp er bezt með forsjá. **) p. e.: pað er mannlegt að skjátlast.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.