Sameiningin - 01.10.1925, Side 32
286
söng, aS hann muni “víst velli halda”, hversu svo sem mennirnir
hyg-g-ja á sín fánýt ráS.
Eg hygg líka, að hiS' evangeliáka viöhorf sé viðhorf hinnar ís-
lenzku þjó^ar. iEg hygg aS hún muni, meðan kristni lifir í landi,
vera þakklát fyrir Martein Lúter, þetta verkfæri GuSs, sem leysti
kristindóminn undan andlegri yfirdrotnan Rómaborgarbiskups. Eg
hygg, aS hún muni alla ævi sína vera þakklát þeim Oddi Gottskálks-
syni og Guðbrandi Þorlákssyni, a8 þeir gáfu henni ritninguna á
eiginni tungu sinni. Þó aö hún ef til vill blessi ekki minningu
Kristjáns þriSja og “kirkjuordinantinu” hans, mun hún aldrei hætta
að þakka Guöi þau andleg gæði, sem siÍSbótin hefir veitt henni.
Og eg trúi því, aS það sé í beztu samræmi viS hennar e'ölisfar, aö
einstaklingarnir megi leita Guös síns og frelsara unz þeir finna, í
fullu frelsi og meö fu.llri persónulegri ábyrgö, í staö þess að láta
utana’ðkomandi vald skipa sér hverju trúa skuli. Það mun vera is-
lenzku skapi næst, að elska þá kirkju, sem “vill að eins laða og
leiöa.” Og þó að hin íslenzka kirkja muni fús til bróðurlegrar
samvinnu við hverja þá kristna kirkjudeild, sem kann að sundur-
greina kjarna og umbúðir, og vill umgangast systurkirkjur sínar í
kærleika Krists, þá fæ eg ekki skilið, atS hún láti afskiftalausa ásókn
þeirra kirkjufélaga, er binda vilja sálir og samvizkur mannanna og
útiloka þá alla sem arga villutrúarmenn og heiðingja, sem ekki vilja
klæða sitt innra líf að öllu í sömu ytri form, þótt andinn og kjarn-
inn hjá þeim sé hinn sami. Þaö hefir verið minn kærasti draumur,
að sjá allar kirkjudeildir, sem játa Jesú Krist, gera samband og
systurfrið sín á milli, til þess að snúast gegn samei.ginlegum óvin-
um. En þær vonir mínar eru að blikna, og það sem mér sýnist
mestu valda í því efni, er hið ósveigjanlega og ógnandi viðhorf ka-
þólsku kirkjunnar, eins og það birtist t. d. i ferðasögu kardinálavan
Rossum, og hér beima í hinni hálf unggæðislegu bók H. K. Laxness,
sem æðsti maöur kaþólska trúboðsins þér hefir ritaö á: “Imprim-
atur”.
Eg er í rauninni ekkert hræddur um, aö ísland gefi sig nokkru
sinni undir vald hins “óskeikula” páfa í Róm, því að til þess treysti
eg of vel andlegum þroska þjóðarinnar. En ihitt er eg hræddur
um, að barátta geti orðiö hér, og hún hörð, og aö litlar vonir sé
unt aö gera sér um samtök og samvinnu hinna kaþólsku og evangel-
isku kirkna % framtíðinni. >—
VirSulegu tilheyrendur! Vér höfum nú stuttlega hugleitt þaö,
hverjar muni fyrirætlanir kaþólskrar kirkju hér, og hefir um það
efni verið leitt fram hið sterkasta vitni, þar sem er sjálfur yfirmaður
Evróputrúboðsins, Vilhjálmur kardínáli van Rossum. Og vér höf-
um litiö á aöstööu kaþóisku kirkjunnar hér og hetlztu starfsaðferðir.
Og loks hefir á ófullkominn hátt veriö bent á hiö evangeliska við-
horf gagnvart öllu þessu. Hver verður þá niðurstaðan? gætuö
þér spurt. Og hvert er stefnt með þessum hugleiðingum?
Niöurstaðan er sú, aff kaþólska kirkjan ætli sér hvorki meira né