Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1927, Page 5

Sameiningin - 01.12.1927, Page 5
é>ametmngm. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af Iíinu ev. lút. kirkjuf élagi ísl. í Vesturheimi. XLII. WINNIPEG, DESEMBER, 1927. Nr. 12. Sönn jól. Enn aftur er komin jólatíð. Þann tuttugasta og fimta des. höldum vér merkasta fæðingardag mannkynssögunnar. Um það eru sammála menn með ólíkustu skoðanir. Tímatalið er þegjandi vottur þess. Jesús einn klýfur sögu mannanna eins og hann klýfur mannlífið. Alt verður að miða við hann. Á undan komu hans eða eftir teljast atburðirnir. Með honum eða á móti eru áhrifin í mannlegu lífi. Enginn getur leitt hann hjá sér. Þó var hann fæddur í fátæku hreysi eða skepnuhúsi og lagður í jötu. Þeir atburðir minna stöðugt á, að litlu varðar stærð* eða. stíll fæðingarstaðarins. Það eina sem skiftir máli að lokum er hvað birtist í lífi þess, sem þar er fæddur. 1 því var öll dýrð Jesú Krists fólgin. Hvern- ig hann var að ytri ásýndum hefir gleymst. Kjör hans og ástæður voru ekki til þess að vekja athygli á honum. Heimsmenning samtíðar hans vissi >ekki af honum. Það sem hann var, eins og það birtist í öllu, er snertir dvöl hans á jörðunni og í orðum hans greiptum í manns- hjörtu, gerir hann einstakan. Það lýs.ir af honum eins og engum öðrum. Fáir munu neita því, að þegar litið er til þess, hví- líkur hann var, sé í því tilefni til að minnast fæðingar hans. En ýmsir vilja halda því fram, >að áhrifa hans gæti svo lítið í mannlegu lífi, að það sé yfirskyn eitt og hræsni að halda hátíð í minningu hans. Enda sé alt jóla- hald samtíðarinnar andstætt anda hans.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.