Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Síða 12

Sameiningin - 01.12.1927, Síða 12
3Ö2 Jesú, í gegnum frásögur hins nýja sáttmála. Síhasti Messíasar spádómurinn í Giamla 'Testamentinu er hjá Malakí .spámanni, í síðustu bók hins eldra sáttmála og í seinasta kapítula þeirrar bókar: “En yfir yður, sem óttist nafn mitt mun réttlætissólin upprenna með græðslu undir vængjum sínum.” (Mal. 4:2.). Er næsta fróðlegt að sjá Ijósið, er hinir fyrri spámenn sáu kom- andi í heiminn, verða hjá síðasta spámanni eldra sátt- málans að þeirri sól, er varpar skínandi birtu yfir mann- líf jarðarinnar, lýsir því, vermir það, og græðir sárin. Þegar dimt er í kringum mann, þá þráir maður ljós. “SMn Ijósið náðar, myrkrin grúfa grimm, ó, lýs mér leið.”— Sama andvarp, að efni til, var oft og iðulega sent af hinum gömlu spámönnum, til Guðs sjálfs, og Guð svaraði þeirri bæn með því að lofa þeim að eygja ljósið náðar, komandi í heiminn, sól réttlætisins, er flytja skyldi margsærðu og sundurkrömdu mannlífi græðslu undir vængjum sínum. Oft hefir verið á það bent, hversu dimt var í heimi á undan komu Krists Mennirnir villuráfandi, skjálf- andi af ótta og af helkulda þeim er nísti mannlífið inn að hjarta. Einhver hefir líkt mannlífinu á þeirri tíð við ferðamannahóp, um hánótt, sem vilst hefir af leið, í nepjukulda., í heljarveðri, þar sem ekki sér handaskil fyrir myrkri, og ótta svo miklum hefir slegið yfir ferða- mennina, að þeir voga ekki að halda áfram. Ótal hættur í nánd, þverhnýptir hamrar, óg’urleg gil, botnlaus for- æði, gínandi jarðföll, óargadýr, eða ef til vill hópar ó- vina á næstu grösum. Ferðamannahópurinn bíður milli vonar og ótta, milli lífs og dauða, og þráir öllu fremur að dagur renni, og helzt lilýr dagur og sólríkur, er hjukr- að geti þeim til lífs og fjörs á ný. 1 andlegri merkingu táknar myrkrið venjulega þrent: fáfræði, synd og sorg. Eru þessar fylgjur mannanna þrjár hinar stærstu plágur á jörðu. Ekkert afl í alheimi fær læknað þetta þrefalda böl, nema Drott- inn Kristur einn.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.