Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1927, Page 22

Sameiningin - 01.12.1927, Page 22
372 “Umventur GyÖingur var aÖ tala við annan Gyðing, sem ekki var umventur. Hinn síðamefndi spurði hinn: ‘Gerum ráð fyrir því að á meðal vor fæddist sonur og því væri haldið fram að hann væri fæddur af mey, mundir þú trúa því?’ Umventi Gyðingurin svaraði mjög alvarlega: ‘Það mundi eg gera, ef það væri slikur sonur.” Það er atriðið. Hann gerir unt að trúa á það. En meyjarfæðingin heldur ekki uppi Jesú. Hann heldur henni uppi. Þegar áherzlan er á því hver hann er, verður trúlegt hvernig hann er tilkominn. En ef þessu er snúið við, verður það óljóst og erfitt. “Hvað áhrærir upprisuna gildir hið sama. Jesús hóf sig yfir lífið, þessvegna er það fullkomlega trúlegt að hann hafi hafið sig yfir dauðann. Tvennu verðum við allir að bráð—synd og dauða. Jesús sigraði hið fyrra—um það vitnar vor eigin siðferðismeðvit- und. Mun hann sigra hið síðara ? ÞaS væri furðanlegt ef hann gerði það ekki. Eg segi það með allri lotninguu Ef Jesús ekki reis upp frá dauðum, þá hefði hann átt að gera það. Alt hefði snúist öfugt, ef gröfin hefði haldið honum. Þegar hinir harmþrungnu og yfirbuguðu lærisveinar, s'em nú voru gagnteknir af svo ótrúlegri von, hvísluðu hver að öðrum: ‘Hann er upprisinn,’ voru þeir einungis að bergmála það, sem alt líf hans hafði gert. í gervöllu lífi sínu hóf hann sig upp. Þegar hann hneig, hóf hann sig upp. Upprisan er i samræmi við þá staðreynd. Þar hlýtur að vera tóm gröf, sem svo er mikil fylling lífs. Jesús heldur uppi uppris- unni. “Kristindómurinn fær merkingu sína, er vér lítum Jesú. Hið ótrúlega verður verulegt; hið ómögulega augljóst. “Misskiljið mig ekki. Keningar kristindómsins eru áríð- andi. Kenningarkerfi hlaut að myndast um hann. Vér komumst ekki af án kenningar, en mér er svo ant um hreinleika kenningar • innar, að eg vil að henni sé haldið í hinu skæra Ijósi persónu hans og undir stöðugum leiðréttandi áhrifum hans lifandi huga. Eini staðurinn þar sem vér getum haldið kenningum vorum hreinum er í ljósi ásjónu hans. Þar og einungis þar koma gallar þeirra strax i ljós. “En vér verðum að minnast þess að engin kenning, hvað sönn sem er, og engin framsetning hvað rétt sem hún er, getur frelsað manninn. Vér erum frelsaðir af persónu og einungis af persónu, og eftir því sem eg framast veit, einungis af einni per- sónu,’ segir McDowell biskup. Einungis líf getur hafið líf. Læknir var að deyja—kristinn lælrnir sat hjá honum og eggjaði hann á að láta sigrast og treysta Kristí. Deyjandi læknirinn hlust-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.