Fréttablaðið - 22.03.2011, Side 2
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
SKÓLAMÁL Á sjöunda þúsund íbúa
Reykjavíkur hafa sett nafn sitt við
áskorun á borgaryfirvöld um að
falla frá fyrirhuguðum sameining-
aráformum í grunn- og leikskólum
borgarinnar. Foreldrafélög um
alla borg hafa ályktað gegn þess-
um fyrirætlunum síðustu vikur,
en hagsmunaaðilar munu skila
umsögnum sínum á föstudag.
Agnar Már Jónsson, einn
aðstandenda söfnunarinnar, sem
er á vefnum born.is, segist finna
fyrir mikilli andstöðu í hópi for-
eldra, þó allir
geri sér grein
fyrir nauðsyn
þess að hag-
ræða.
Agnar segir,
í samtali við
Fréttablaðið að
ámælisvert sé
hve takmark-
aður ávinn-
ingur hljótist í
raun og veru af
aðgerðunum.
„Þegar búið er að velta ofan af
þessum Excel-gjörningi sem er í
skýrslunni, standa eftir 150 millj-
ónir sem ætlunin er að spara á
ári, í grunnskólum og leikskólum.
Þessi fjárhæð er bara 0,6 prósent
af heildarútgjöldum leikskóla og
menntasviðs. Þessi meinti ávinn-
ingur er allt of lítill til að fara í
svona stórar aðgerðir.“
Að mati Agnars væri farsælast
að leita til starfsfólks og stjórn-
enda í skólum og leikskólum, frek-
ar en embættismanna.
„Væri ekki bara nær að biðja
skólastjóra og leikskólastjóra um
að draga saman í rekstri um 0,6
prósent á næsta ári. Þá þyrftum
við ekki alla þessa embættismenn
sem eru að rembast við það að
setja Íslandsmet í samruna.“
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir að umsagnir
verði skoðaðar vel og vandlega,
en hún sé enn á þeirri skoðun að
umræddar breytingar séu til góða.
„Breytingar eins og þessi eru
alltaf betri en flatur niðurskurð-
ur. Nú erum við að standa vörð um
innra starf skólanna.“
Oddný segir að í samtölum
sínum við starfsfólk og stjórnend-
ur skóla hafi komið í ljós að ekki
væri svigrúm til frekari niður-
skurðar á innra starfi.
„Þau sögðu að það væri ekkert
meira að sækja. Við værum komin
inn að beini.“
Oddný segir að hún hafi líka
fengið jákvæð viðbrögð frá for-
eldrum og er þess fullviss að ef
fólk kynni sér málin muni það átta
sig á valkostunum.
„Ég hef ekki enn séð betri aðferð
en þá sem við erum að fara. Flatur
niðurskurður er ekki svarið.“
thorgils@frettabladid.is
JAPAN, AP Starfsmenn sem unnið hafa að viðgerð-
um á kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan flúðu
í gær í ofboði eftir að hvítur reykur tók að stíga
upp af kjarnaofnunum tveimur sem skemmdust
í flóðbylgjunni fyrir ellefu dögum.
Sjónarvottar sögðu fréttamönnum BBC að
reykurinn virtist stíga frá laug þar sem notað-
ar geislavirkar eldsneytisstangir eru geymdar.
Starfsmennirnir sneru fljótlega aftur til vinnu.
Áður hafði tekist að koma rafmagni á kælibún-
að kjarnaofnanna, en ekki hefur enn tekist að
gangsetja kælibúnaðinn.
Íbúar í nágrenni kjarnorkuversins í Fuku-
shima í Japan voru í gær varaðir við að drekka
kranavatn sökum joðmengunar. Þá hafa stjórn-
völd bannað neyslu á ýmsum matvörum sem
ræktaðar eru nærri kjarnorkuverinu vegna
geislamengunar.
Staðfest hefur verið að 8.450 hafa látið lífið
í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í
kjölfar skjálftans. Nærri 13 þúsund er enn sakn-
að. Litlar líkur eru á að fleiri finnist á lífi, en 80
ára konu og barnabarni hennar var bjargað úr
húsarústum á sunnudag. Um 500 þúsund misstu
heimili sín.
Kostnaður við uppbyggingu eftir jarðskjálfta
og flóðbylgju sem olli gríðarlegum skemmdum
í Japan 11. mars gæti orðið um 235 milljarðar
Bandaríkjadala að mati Alþjóðabankans.
Þetta jafngildir um 27 þúsund milljörðum
íslenskra króna, sem eru nærri sextíufaldar
tekjur íslenska ríkisins á þessu ári. - bj
Alþjóðabankinn telur að uppbygging í Japan muni kosta sem jafngildir um 27.000 milljörðum króna:
Starfsmenn flýja reyk úr kjarnorkuveri
HEIMILISLAUS Fólk sem missti heimili sín í flóðbylgj-
unni fyrr í mánuðinum hefst nú við í neyðarskýlum.
NORDICPHOTOS/AFP
Björn, ætlarðu að máta
Daníel með rothöggi?
„Já, skák og nokkát.“
Björn Jónsson, starfsmaður í þrívíddar-
teymi tölvuleikjafyrirtækisins CCP,
ætlar að keppa við kollega sinn Daníel
Þórðarson í skákhnefaleikum á Fanfest-
hátíð CCP í Laugardalshöll á föstudag.
Björn er með 2039 Elo-stig. Daníel hefur
engin stig en flaggar Íslandsmeistaratitli í
hnefaleikum.
STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið hefur
enn ekki svarað erindi Hermanns
Daðasonar, útgerðarmanns frá
Ólafsfirði, frá apríl 2009. Her-
mann telur að brotið hafi verið á
útgerð hans við úthlutun byggða-
kvóta fiskveiðiárið 2006/2007.
Í febrúar 2010 ári leitaði Her-
mann til umboðsmanns Alþingis
vegna sinnuleysis ráðuneytisins.
Endurtekin loforð þess um að
Hermanni yrði svarað voru jafn-
an svikin.
Í byrjun mars upplýsti umboðs-
maður um samskipti sín við ráðu-
neytið og setti ofan í við það. Við
það tækifæri harmaði upplýs-
ingafulltrúi ráðuneytisins drátt-
inn og sagði: „Það verður farið
í það að svara þessu erindi sem
allra fyrst.“ Sautján dögum síðar
bólar ekki á svari. - bþs
Meint ólögleg kvótaúthlutun:
Ekkert heyrt
frá ráðuneytinu
SIGLINGAMÁL Tjónið sem Goðafoss
varð fyrir við strandið í Óslóar-
firði er meira heldur en búist var
við í fyrstu.
Afleiddur
kostnaður fyrir
Eimskip gæti
numið allt að
50 milljónum
króna.
„Skemmd-
irnar eru
töluverðar, en
endanlegur
kostnaður ligg-
ur ekki fyrir.
Tjónið er meira en við bjuggumst
við,“ segir Ólafur Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips.
Tjón vegna strandsins getur
numið allt að hundrað milljón-
um en umframkostnaður fellur á
tryggingafélög Eimskips. Um 150
tonn af stáli munu fara í viðgerð-
irnar. - sv
Goðafoss í slipp til 10. apríl:
Meira tjón en
búist var við
Lausnirnar leynast í
skólunum sjálfum
Talsmaður undirskriftasöfnunar gegn sameiningu skóla í Reykjavík segir fjár-
hagslegan ávinning af sameiningu innan grunnskóla og leikskóla takmark-
aðan. Vill að rætt verði við fagfólk innan skólanna um leiðir til hagræðingar.
AGNAR MÁR
JÓNSSON ANDSTAÐA Borgarbúar hafa brugðist harkalega við hugmyndum um sameiningu
í grunn- og leikskólum borgarinnar. Nú hafa nær sex þúsund manns skrifað undir
áskorun til borgaryfirvalda um að hætta við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÓLAFUR WILLIAM
HAND
LÍBÍA Flugherir Norðmanna og
Dana hafa sent orrustuþotur
til þess að taka þátt í árásum á
Líbíu.
F-16 þotur frá norska flughern-
um fóru í gær frá herstöðinni í
Bodö áleiðis til Silkileyjar þar
sem er bækistöð herliðsins sem
hefur að markmiði að framfylgja
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna frá því í síðustu viku,
að sögn Aftenposten.
Um helgina sendi danski flug-
herinn sex F-16 þotur og um
100 manna herlið til þátttöku í
aðgerðunum. Að sögn Politiken
hafa dönsku þoturnar ekki tekið
þátt í átökum í Líbíu en þær hafa
verið sendar í fjóra leiðangra til
stuðnings sveitum Bandaríkja-
manna, Breta, Ítala, Frakka og
Kanadamanna. - pg
Hernaðaraðgerðir í Líbíu:
Danir og Norð-
menn hafa sent
herþotur
HEILBRIGÐISMÁL Kona á fertugs-
aldri stundar óleyfilegar lýtaað-
gerðir í blokkaríbúð sinni í Kópa-
vogi. Sagt var frá málinu í DV í
gær.
Konan, sem er frá Úkraínu,
vann áður sem nektardansmær
á skemmtistaðnum Goldfinger.
Hún býður nú upp á bótox-með-
ferðir með efni sem hún flytur
inn sjálf. Efnið heiti Dysport, en
samkvæmt sérlyfjaskrá mega
einungis læknar gefa það. Ávísun
þess er bundin við sérfræðinga.
Geir Gunnlaugsson landlæknir
segir í samtali við Vísi að emb-
ættið sé að fylgjast með málinu,
sem sé hið sérkennilegasta. Ekki
sé um skráða heilbrigðisstarf-
semi að ræða, því hafi Landlækn-
ir ekki beint eftirlitshlutverk með
starfseminni.
Lögregla rannsakar málið. - sv
Lögregla rannsakar mál konu:
Bótox-aðgerðir í
blokkaríbúð
STJÓRNMÁL Mikilvægt er að utanríkismálanefnd
Alþingis fjalli ítarlega um aðgerðir Vesturveldanna
gegn Líbíu og að breið samstaða náist um stuðning
við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er
mat Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns
Framsóknarflokksins og varamanns flokksins í utan-
ríkismálanefnd. „Við megum ekki endurtaka þau mis-
tök sem voru gerð við stuðning við innrásina í Írak,“
segir Gunnar Bragi.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála-
nefndar, segir að málið verði líklega rætt á fundi
nefndarinnar á morgun. Forsenda stuðnings hans og
VG við hernaðaraðgerðir sé að farið verði í einu og
öllu eftir samþykkt öryggisráðsins. Spurður hvort
óeðlilegt sé að íslensk stjórnvöld styðji aðgerðirn-
ar án formlegrar umfjöllunar í utanríkismálanefnd
bendir Árni á að hugur manna hafi komið fram við
tvær utandagskrárumræður í þinginu um málefni
Mið-Austurlanda með skömmu millibili.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar,
kveðst hafa stutt aðgerðirnar gegn Líbíu. „En mér
finnst ótrúlegt hvað þetta er farið að minna á aðgerð-
irnar í Júgóslavíu,“ segir hún og kveðst óttast að allt
muni þetta enda með ósköpum.
Mikilvægt sé að utanríkismálanefnd fjalli sem
fyrst og sem ítarlegast um næstu skref. - bþs / jab
Þingmenn vilja að aðgerðir gegn Líbíu verði ræddar í utanríkismálanefnd:
Megum ekki endurtaka Íraks-mistök
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
SPURNING DAGSINS
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Uppþvottavél SN 45E201SK
á frábærum kjörum.
Hvít, 13 manna. Fimm kerfi.
Tímastytting þvottakerfa.
Íslenskur leiðarvísir.
Tækifærisverð:
129.900 kr. stgr.
(Verð áður: 159.900 kr.)
Tækifæri
A
T
A
R
N
A