Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 12
12 22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ú rsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gísla- sonar úr þingflokki Vinsti grænna og þar með úr stjórnarliðinu kemur ekki mjög á óvart. Þingmenn- irnir höfðu í raun, með hjásetu sinni við afgreiðslu fjár- laganna í desember, lýst því yfir að þeir styddu ekki ríkisstjórnina. Það kemur frekar á óvart að þau skyldu ekki stíga þetta skref fyrr, og að félagi þeirra úr hjásetunni, Ásmundur Einar Daðason, skyldi ekki fara sömu leið. Þingmennirnir hljóta raunar að hafa verið óhamingjusamir í þessu stjórnarsamstarfi allt frá upphafi. Stóru málin sem þau nefna fyrir því að hætta stuðn- ingi við ríkisstjórnina eru sam- starfið við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, samningar um Icesave og niðurskurður sem liður í því að ná hallalausum fjár- lögum. Öll eru þessi mál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem þau samþykktu eins og aðrir þingmenn VG á sínum tíma. „Stjórnmálamenningin“ sem Lilja og Atli tilgreina sem enn eina ástæðuna fyrir úrsögn sinni úr þingflokknum, felst að sögn í for- ingjaræði, undirlægjuhætti þingsins gagnvart framkvæmdarvald- inu og að þau hafi ekki notið málfrelsis. Í þessu efni geta þau haft ýmislegt til síns máls, þótt reyndar hafi ekki orðið sérstaklega vart við að þau hafi verið múlbundin af flokksforystunni; í það minnsta hefur Lilja Mósesdóttir verið opinberlega á móti flestum stærstu málum ríkisstjórnarinnar og Atli á móti sumum. En fleira felst í góðri stjórnmálamenningu, sem Atli og Lilja telja sig vera fulltrúa fyrir. Til þess að hægt sé að stjórna landinu verða stjórnmálaflokkar og fulltrúar þeirra til dæmis að vera reiðubúnir að gera málamiðlanir, því að á lýðveldistímanum hefur enginn flokkur fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Hvernig ætli tækist til við stjórn landsmálanna ef hver einasti þingmaður (eða þótt þeir væru tveir og tveir saman) væri aldrei tilbúinn að hvika frá sínum afdráttarlausustu skoðunum í þágu samstarfs í ríkisstjórn? Það er hætt við að slíkt ástand væri ekkert sérstaklega menningarlegt. Það er alltaf áfall fyrir ríkisstjórn þegar kvarnast úr liði hennar. En í þessu tilviki er ekki alveg augljóst að stjórnin veikist við það. Tveir af háværustu talsmönnum vinstri arms Vinstri grænna eru nú horfnir úr stjórnarliðinu. Það þýðir að forystumenn stjórnarinn- ar þurfa ekki lengur að taka tillit til sjónarmiða þeirra og hugsan- lega gengur þá betur að ná saman um ýmis mál. Mikið veltur á því hvernig aðrir í villta vinstrinu bregðast við, til dæmis Ásmundur Einar og órólegu ráðherrarnir, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson. Ef þeir verða áfram upp á móti ýmsum málum sem er að finna í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna eru dagar stjórnarinnar senn taldir. En það er líka hugsanlegt að þessir við- burðir þjappi saman stjórnarþingmönnum, sem þrátt fyrir allt vilja ekki fórna völdunum sem þeir hafa. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mán-uði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóð- arinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvext- ir slíkra lána hafa staðið í stað og breyti- legir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undan- farna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en með- alávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og sam- kvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónum í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raun- vextir húsnæðislána ekki í takt við mark- aðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyris- sjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raun- hæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunar- kröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína sam- kvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðs- félögum sínum í takti við mark- aðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlut- verk löggjafans að breyta þess- um lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunar- kröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxt- unarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjan- leika í lögum varðandi ávöxtun lífeyris- sjóða. Það myndi draga úr vaxtakostn- aði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækk- un raunvaxta væri því eins og vítamín- sprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs. Raunvextir í fjötrum Vextir Már Wolfgang Mixa Kennari við Háskólann í Reykjavík Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðs- aðstæður? - Þegar hreinlæti skiptir máli Sími 510 1200 www.tandur.is Nýr vörulisti … A T A R N A Varamennirnir Við veðrabrigði í pólitíkinni dunda menn sér gjarnan við að velta því mögulega fyrir sér. Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir upplýstu bæði í gær að hvarflað hefði að þeim að afsala sér þingmennsku og raunar var ekki annað á þeim að skilja en að þau kynnu að kveðja þingið fyrir fullt og fast einhvern tíma seinna. Og hvað ætli gerðist þá? Jú, varamaður Atla er Arndís Soffía Sigurðardóttir og varamaður Lilju er Kol- brún Halldórsdóttir. Báðar verða að teljast líklegar til að fylgja VG að málum. Á óvart og ekki á óvart Misjafnt var hvort brotthvarf tví- menninganna úr þingflokki VG kæmi fólki á óvart. Lilja sagðist í Frétta- blaðinu milli jóla og nýárs vera að íhuga málið og þeirri íhugun lauk sem sagt tæpum þremur mánuðum síðar með úrsögn. Ákvörðun Atla kom því frekar á óvart. Raunar hefur því verið spáð um nokkra hríð að Atli myndi segja skilið við stjórnmálin enda hefur hann verið vart annað en skugginn af sjálfum sér eftir umfjöllun og meðferð þingsins um Landsdómsákærumálið í september. Áhrifaleysi Ástæða úrsagna Atla og Lilju úr þing- flokknum er fyrst og síðast sú að þau telja að ekki hafi verið hlustað á þau. Þau hafa því sagt bless og ætla að starfa utan flokka. Nokkur reynsla er af störfum þingmanna utan flokka, það er að segja í skiptum og tíma talið. Í málefnalegu tilliti vegur sú reynsla létt. Með öðrum orðum sanna dæmin að hafi þingmenn verið áhrifalausir í þingflokkum verða þeir með öllu áhrifalausir utan þingflokka. Svo má nefna að Lilja hefur sótt talsverðan styrk í að vera stjórnarþingmað- ur á móti stjórninni. Nú er hún bara á móti. bjorn@frettabladid.is Brotthvarf Atla og Lilju veikir villta vinstrið, en ekki endilega stjórnarsamstarfið. Stjórnmála- menningarpáfar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.