Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 22
22. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● svþ ● verslun og þjónusta
„Í þessu húsi hefur verið rekin verslun frá árinu 1937
en við hjónin keyptum reksturinn 1994,“ segir Dag-
björt Höskuldsdóttir en hún á fyrirtækið Sjávarborg
ásamt eiginmanni sínum Eyþóri Ágústssyni.
„Það eru forréttindi að reka fyrirtæki og búa á
þessum fallega stað við Breiðafjörðinn. Sjávarborg
er bóka- og ritfangaverslun en við erum einnig með á
boðstólum gjafavöru, leikföng, garn og lopa auk þess
sem við erum umboðsaðilar stóru happdrættanna og
endursöluaðili fyrir Símann. Við erum í samkeppni
við höfuðborgarsvæðið því að fjarlægðirnar eru ekki
miklar og verðum því að bjóða upp á vörur á sam-
keppnishæfu verði, þrátt fyrir mikinn flutningskostn-
að og aðra mismunun sem við búum við. En við reyn-
um að skapa sértakt andrúmsloft og margir hafa haft
á orði að í Sjávarborg ríki sérstök stemming svona
eins og í kaupfélögunum í gamla daga og sem gamall
samvinnumaður þykir mér vænt um það.“
Dagbjört telur ákaflega mikilvægt að viðhalda
verslunarrekstri á landsbyggðinni til að mannlíf-
ið blómstri. „Til þess að svo megi verða þarf fólk að
versla í sinni heimabyggð. „Spilum saman“ eins og
slagorðið segir.“
„PrimaCare er fyrirtæki sem
sérhæfir sig í læknisaðgerðum
á mjaðma- og hnjáliðum í ferða-
tengdri heilsuþjónustu,“ segir
Gunnar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri PrimaCare, og held-
ur áfram. „Við stefnum að því að
reisa sjúkrahús með um 100-120
herbergjum í Mosfellsbæ en til
samanburðar má nefna að Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri er
með um 150 legurými. Í tengslum
við sjúkrahúsið ætlum við að
reisa 250-300 herbergja sjúkra-
hótel en sem dæmi má nefna að
Grand Hótel í Reykjavík er með
um 300 herbergi. Þriðja bygg-
ingin er síðan vetrargarður sem
tengir tvær ofangreindar bygg-
ingar saman en hugmyndin er sú
að þar geti fólk hvílst í notalegu
umhverfi, þar sem trjágróður og
vatn verða áberandi í vetrarríkinu
á Íslandi.“
Framkvæmdastjórinn segist
oft spurður um hvort aðstandend-
ur PrimaCare hugsi ekki of stórt.
„Svarið við því er einfalt. Okkar
ráðgjafar, sem eru sérfræðingar
á þessu sviði, telja að til að geta
laðað erlenda fjárfesta, kaupend-
ur og notendur þjónustunnar til Ís-
lands í þessum tilgangi, þurfi að
vera fyrir hendi heildræn þjón-
usta af tiltekinni lágmarksstærð.
Við gerum ráð fyrir um 5.000 sjúk-
lingum á ári og að meðaltali einum
aðstandanda með hverjum sjúk-
lingi. Það gerir um 10.000 ferða-
menn sem koma til landsins jafnt
yfir árið. Það er vitað að þessi teg-
und ferðamanna eyðir mun meiri
fjármunum en hefðbundnir ferða-
menn. Til að þjónusta þennan hóp
þurfum við 600 til 1.000 starfs-
menn að ótöldum störfum við ýmsa
afleidda þjónustu. Verðmætasköp-
unin í kringum verkefnið er því
afar mikil og rétt að hafa í huga
að tekjurnar eru í erlendum gjald-
eyri.“
Getur þjónustað
þúsundir ferðamanna
Gunnar Ármannsson reiknar með að
fjöldi erlendra sjúklinga muni nýta sér
þjónustu PrimaCare. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innganga í ESB og upptaka
evrunnar eru forsendur
langþráðs stöðugleika að
mati Ragnars Magnússonar
verslunarmanns. Kjarabætur
almennings í formi
launahækkana mega sín
lítils gegn gengissveiflunum
og lágt gengi krónunnar
er langstærsta einstaka
vandamál almennings á
Íslandi. Þrátt fyrir erfiða tíð
í kjölfar hrunsins stendur
verslunargeirinn vel.
Ragnar Sverrisson er einn af
þekktari kaupmönnum þjóðarinn-
ar. Hann hóf verslunarstörf fyrir
46 árum í versluninni JMJ á Ak-
ureyri, þá sextán ára gamall. Nú er
hann eigandi verslunarinnar, auk
þess sem hann hefur gegnt for-
mennsku í Kaupmannafélagi Ak-
ureyrar í 25 ár.
Ragnar er ekki síður þekktur
fyrir skoðanir sínar á þjóðmálun-
um en verslunarrekstur. Þar ber
helst að nefna að Ragnar barðist
ötullega fyrir aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu löngu áður en fjár-
málahrunið og gengisfallið veitti
stuðningsmönnum það brautar-
gengi sem til þurfti til að hefja að-
ildarumræður.
„Fyrir rúmum tíu árum bar ég
upp erindi á fundi Samtaka versl-
unar og þjónustu, að samtök-
in myndu beita sér fyrir aðildar-
umsókn. Þá var maður eiginlega
bara púaður niður,“ segir Ragnar
og hlær. „Mín skoðun er, og það er
ekki bara í gær og fyrradag held-
ur síðustu tíu ár, að við eigum að
ganga í Evrópusambandið og taka
upp evru, því áður en það gerist
verður enginn stöðugleiki, en hann
er upphaf og endir þess að við hér á
þessu ágæta skeri förum að komast
í sama umhverfi og er í Evrópu.“
KRÓNUR OG EVRUR
Samkvæmt Ragnari var það krón-
an sem kom okkur í þá erfiðu stöðu
sem við erum í dag. Fall hennar
hækkaði vöruverð á Íslandi um
fimmtíu til áttatíu prósent, og því
til lítils fyrir launþega landsins að
semja um launahækkanir upp á
nokkur prósentustig meðan vandi
krónunnar er óleystur. „Það er
sama hvern þú spyrð, það þrá allir
stöðugleikann og hann fæst ein-
göngu með því að kasta krónunni,“
segir Ragnar.
Einn af kostum þess að taka upp
evruna hér á landi yrði sá að auð-
veldara yrði fyrir almenning að
gera verðsamanburð milli landa án
þess að hægt yrði að skýla sér bak
við gengi krónunnar, að hans mati.
„Ég vil að við bjóðum sama verð og
er í Evrópu en til þess að það næð-
ist þyrftum við stöðugan gjaldmið-
il, við þyrftum að vera grimmari
í að semja betur við okkar birgja,
sama hvort um væri að ræða þá
sem selja okkur pakka af morgun-
korni eða jakkaföt, og við þyrftum
að fella niður verndartolla,“ segir
Ragnar og bætir við:. „Verndartoll-
arnir á fatnaði voru til dæmis sett-
ir til að vernda íslenskan fataiðn-
að, en það er bara ekkert að vernda
því hér er nær enginn slíkur iðnað-
ur lengur.“
BÆNDUR VANMETA SJÁLFA SIG
Ekki þarf að leita lengra en til
sveita Eyjafjarðar til að finna þá
sem eru á öndverðum meiði við
Ragnar, en mikil andstaða er við
aðild að ESB innan bændastéttar-
innar.
„Mér finnst gremjulegast
hversu bændur hérlendis van-
meta sjálfa sig mikið. Þeir fram-
leiða bestu matvöru í heim, hvort
sem það er mjólk eða kjöt, en þeir
hafa lifað í svo vernduðu umhverfi
að þeir óttast inngönguna. Það
gerist hins vegar ekki neitt nema
það sé samkeppni, hvort sem það
er í verslun eða landbúnaði, og ég
hef fulla trú á að landbúnaðurinn
spjari sig vel sama hvernig fer,“
segir Ragnar.
FULLUR BJARTSÝNI
Þrátt fyrir erfiða tíð eftir gengis-
hrunið vill Ragnar meina að versl-
unargeirinn hafi náð að jafna sig
aftur að stórum hluta. Kaupmenn
séu almennt ánægðir þó að eins og
hjá flestum öðrum atvinnugrein-
um sé afkoman ekki eins góð nú
og áður. „Ég er samt fullur bjart-
sýni fyrir hönd verslunarinnar
því við eigum framtíð fyrir okkur.
Við erum ein af aðalatvinnugrein-
um þjóðarinnar en það vinna tveir
þriðju hlutar þjóðarinnar við versl-
un og þjónustu,“ segir Ragnar.
„Það er mikilvægt að greinarn-
ar gangi snurðulaust fyrir sig og
þá segi ég enn og aftur að þrátt
fyrir að okkur kunni að greina á
um hvernig best sé að ná honum þá
vantar okkur öllum ekkert nema
blessaða stöðugleikann.“
Allir þrá stöðugleika
„Mér líkar vel að umgangast fólk og þar liggja mínir hæfileikar,“ segir Ragnar sem
staðið hefur vaktina í versluninni JMJ á Akureyri í rúm 46 ár. „Í eldgamla daga réði
kaupfélagið ríkjum og litlu kaupmennirnir, sem hér voru, voru svolítið að berjast
gegn stórveldinu. Nú er kaupfélagið hætt í verslunarrekstri en einstaklingarnir farnir
að blómstra meira.“ MYND/HEIDA.IS
Sjávarborg í Stykkishólmi
Dagbjört telur mikilvægt að viðhalda verslunarrekstri á lands-
byggðinni.
Útgefandi: SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Andrés Magnússon |
Heimilisfang: Borgartún 35, 105 Reykjavík, s. 511 3000 | Vefsíða: svth.is. | Netfang: svth@svth.is |
Umsjónarmaður auglýsinga: Bendikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
...ég sá það á Vísi
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!